Utanþingsstjórn, ekki þjóðstjórn

Hugmyndir Geirs Haarde um kosningar 9. mai n.k. eru raunhæfar.  Jafnt núverandi stjórnmálaflokkar, sem og nýjar hreyfingar, sem vafalaust munu bjóða fram, þurfa tíma til kosningaundirbúnings.  Þau framboð mega ekki verða tilviljunarkennd; þau verða að vera markviss.  Þjóðin verður að standa andspænis skýru vali, ekki innantómu lýðskrumi.

En þótt vissulega megi fallast á hugmyndir forsætisráðherra um kjördag, er ekki hægt að taka undir þá skoðun hans, að núverandi ríkisstjórn eigi að sitja fram að kosningum.  Ríkisstjórnin situr einfaldlega ekki lengur; hún flýtur eins og korktappi í lífsins ólgusjó.  Þess vegna verður hún að segja af sér án tafar.

Þá eru fjórir möguleikar í stöðunni;  1. steypustjórn Samkingar, og stjórnarandstöðunnar,  2. minnihlutastjórn, t.d. Samfylkingar og Visntri grænna, sem Framsókn verði falli, 3. þjóðstjórn, 4. utanþingsstjórn.

Fyrsti möguleikinn er útilokaður af þeirri einföldu ástæðu, að Framsóknarflokkurinn vill vera utan ríkisstjórnar, þar til kosningar hafa farið fram.  2. möguleikinn er óráðlegur vegna samskiptaörðuleika forystu Samfylkingar og Vinstri grænna og 3. möguleikinn er útilokaður, einfaldlega vegna þess, að þjóðstjórn þýðir samstjórn allra flokka.  Nýtur einhver stjórnmálaflokkanna reunverulegs trausts þjóðarinnar?  Mér er það stórlega til efs.

Eina færa leiðin er myndum utanþingstjórnar.  Auðvitað yrði að binda hendur forseta Íslands varðandi ráðherravalið, þó ekki væri nema vegna Katarferða hans á síðasta ári.  En hann gæti hvort eð er ekki skipað aðra ráðherra en þá, sem nytu trausts meirihluta Alþingis.  Utanþingsstjórnin yrði vitanlega starfsstjórn og yrði meginhlutverk hennar, að tryggja rannsókn á aðdraganda kreppunnar. 

Þegar upp er staðið hygg ég, að öllum yrði nokkur hagur af myndun utanþingsstjórnar, meira að segja stjórnarflokkunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég vil leggja niður Ísland ehf og búa til nýtt Ísland hþ (handa þjóðinni) á nýrri kennitölu og lýsa gamla Ísland gjaldþrota.

Sverrir Einarsson, 24.1.2009 kl. 20:16

2 identicon

Alveg hreint frábært að hittast aftur hér.  Þetta er slóðin sem ég talaði um:

http://issuu.com/unnursolrun/docs/usb  Kysstu konuna þína frá mér.

Bestu kveðjur

Unnur Sólrún

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 21:23

3 identicon

PjH. Sammála þessu. Utanþingsstjórn er eina færa lausnin meðan jafnvægi næst á hinum pólitíska vetfangi sem endar svo með almennum þingkosningum með vorinu. En við verðum að passa upp á að hafa ekki kosningar í miðjum sauðburði!!

Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 22:34

4 Smámynd: Njörður Helgason

Á blogi mínu eru allmargar hugnyndir, ábendingar og af hverju mynda eigi utanþingsstórn.

Njörður Helgason, 25.1.2009 kl. 11:29

5 Smámynd: Guðmundur Björgvinsson

 Sæll Pétur.  Ekki er ég nú sammála þér í að það væri eitthvert meginverkefni og brýnast utanþingsstjórnar að rannsaka aðdraganda hrunsins.  Það er ekki verkefni ríkisstjórnar.  Meginverkefni næstu stjórnar er að bjarga því sem bjargað verður.  Til þess held ég að þurfi okkar hæfustu menn í efnahagsmálum.  Til þess þurfum við menn sem kunna mest fyrir sér í hagfræði, stjórnsýslu og siðfræði.  Þetta eru mál sem stjórnmálamenn hafa ekki nema takmarkað vit á.  Vandinn er svo stór og alvarlegur að við höfum ekki leyfi til að taka einhverja sénsa með þjóðarskútuna.  Þar kem ég kannski að aðalvandanum sem er þessi samtvinnun framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins.

Ég er þér sammála um að utanþingsstjórn sé rétti leikurinn í stöðunni.  Þingið getur kannski ekki sett forsetanum neina kosti í vali ráðherra, ég veit það ekki en mig grunar að flestir teldu eðlilegt að formenn flokkana kæmu sér saman um nokkra aðila til að mæla með við forsetann.  Held ekki að hann færi að velja einhverja ferðafélaga eins og þú nefndir en maður veit svo sem aldrei.  Ég er ekki í vafa um að þjóðinni liði betur ef hún vissi af mönnum eins og Þorvaldi Gylfasyni, Gylfa Zoega, Gylfa Magnússyni nú eða Ólafi Ísleifssyni í embættum fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra, seðlabankastjóra eða stjóra FME.

Varðandi stjórnlagaþing þá finnst mér siðferðislega rangt að nota nú ekki þetta tækifæri til að hefja vinnu að nýrri stjórnarskrá of leggja þar með grunn að Lýðveldinu Íslandi hinu síðara.

Guðmundur Björgvinsson, 25.1.2009 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband