20.1.2009 | 22:22
Vits er þörf, ráðherrar
Þegar í óefni er komið, líkt og nú á Íslandi, er vits þörf, þeim sem ætlað er, að vísa veg til betri tíma. Og hafi þeir menn verið til þess kosnir, sem ekki ráða við aðstæður, þá ber þeim að sýna það hugrekki, að víkja úr sessi, svo þjóðin megi sjálf ganga til öndvegis og leiða mál til lykta. Það getur hún gert, annars vegar með því að ganga til Alþingiskosninga og hins vegar með því að kjósa til stjórnlagaþings. Meðan það situr á rökstólum, þarf utanþingsstjórn að starfa í skjóli Alþingis.
Frá því kreppan og viðeigandi mótmæli hófust, hef ég hrósað jafnt mótmæendum og lögreglu fyrir spaklega framkomu. Því miður var framkoma lögreglunnar við Alþingishúsið í dag henni lítt til sóma. Það leysir ekki nokkurn vanda, að fara fram með kylfuhöggum og gasblástri gegn fólki, sem hefur það eitt til sakar unnið, að kunna því heldur illa, að horfa á þjóð sína og föðurland fara til andskotans vegna þess, að vanhæfir stjórnmálamenn hafa hleypt óprúttnum fjárplógsmönnum lausum og meira að segja afhent þeim fjármálakerfi landsins á silfurfati.
Með sama áframhaldi á ástandið aðeins eftir að versna. Stjórnarherrarnir neita að hlusta á fólk, hvað þá heldur rökræða við það. Afleiðingin getur aðeins orðið vaxandi órói, sem hvenær sem er, getur umturnast í eithvað sem ekki verður aftur tekið. Hver vill bera ábyrgð á því?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Smá-innlit. Takk fyrir samveruna á námskeiðinu í dag. Það var gaman að hitta þig. Kær kveðja úr Þorlákshöfninni.
Sigurlaug B. Gröndal, 20.1.2009 kl. 23:22
Höldum áfram - hömrum járnið.
Ég hvet til frekari aðgerða. ÞETTA MÁ EKKI LOGNAST ÚT AF.
Hvað segiði um fjöldagöngu eftir Miklubrautinni strax næsta mánudag?
Þór Ludwig Stiefel TORA, 21.1.2009 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.