Nýr fréttaþáttur Ríkissjónvarpsins

Í kvöld hóf göngu sína nýr fréttaþáttur Ríkissjónvarpsins, „Fréttaaukinn" kallast hann.  Því miður hafði ég aðeins tækifæri til að horfa á fyrsta atriðið, en þar var fjallað um þrautagöngu Framsóknarflokksins undanfarin ár.    Það verður að segjast eins og er, að þetta var mjög yfirborðsleg umfjöllun.  Nokkrir stjórnmálafræðingar viðruðu löngu kunnar skoðanir sínar; það telst varla til tíðinda, né heldur hitt, sem þeir láta frá sér fara.  Það eins og margir úr þeirri stétt séu alltaf að gæta ímyndaðrar virðingar sinnar, þegar þeir koma fram í fjölmiðlum.

Ég þekki nokkuð til fréttaskýringaþátta sænska sjónvarpsins frá fyrri tíð.  Þar var kafað til botns í þeim málum, sem fjallað var um.  Ég hef enga ástæðu til að ætla, að þetta hafi breyst.  Það sem ég sá af þessum þætti í kvöld var hins vegar mjög yfirborðskennt.  Þetta var eins og að horfa á stein fleyta kerlingar á sléttu vatnsborði. 

Mér skilst, að sjónvarpið geri skólagöngukröfur til fréttamanna.  Hvernig væri að bæta menntunarkröfum við?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Mér finnst önnur mál vera meira áriðandi hjá gjaldþrota þjóðfélag heldur en fjósapólitík og söguleg yfirlit á bestu útsendingartíma.

Heidi Strand, 18.1.2009 kl. 23:20

2 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Nú verð ég að vera þér ósammála.  Fátt er eins mikilvægt nokkurri þjóð eða einstaklingi og þekking á sögu. Hún temur mönnum sjálfsvirðingu, sem er skilyrði fyrir virðingu í garð annarra. 

Pjetur Hafstein Lárusson, 18.1.2009 kl. 23:46

3 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Ég horfði á allan þáttinn. Ömurðin ein eins og flest sem þar er sýnt. Metnaður er ekki til í þessari stofnun lengur. Lýsandi dæmi er að nú á að fara að endursýna leiðarljós. Ekki einu sinni heldur tvisvar. Það þarf að taka rækilega til hendinni á þessari stofnun. Góð byrjun væri að gefa Boga, Páli og Þórhalli frí.

Sigurður Sveinsson, 19.1.2009 kl. 04:36

4 identicon

Ég var mjög ánægð með þáttinn, mér þótti hann fróðlegur og ég vissi ekki helminginn af þeim upplýsingum sem fram komu í honum. Sama er að segja um þá sem ég hef talað við síðan, svo þessi þáttur á erindi við einhverja í þessari mynd.

Svo er reyndar líka mjög gaman af þáttum sem kafa dýpra, en þá þarf væntanlega mun meira undirbúningstíma og lengri þátt = meiri kostnaður,  ætli það sé nokkuð í boði þessa dagana.

Ég er afskaplega ánægð með Boga, Elín og aðra á Fréttastofu RÚV og vil sjá þau gera góða hluti áfram.

Lena (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 10:13

5 Smámynd: Heidi Strand

RUV hefur til dæmis aldrei talað um hvað varð um ICESAVE peninganna. Nútiminn er líka mikilvægur. 

Heidi Strand, 20.1.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband