Fjölmenn útför maddömu Framsóknar

Stundum er sagt, að sumum sé svo mikið í mun að vera jafnan í aðalhlutverki hvers leiks, að þeir kjósi helst að vera presturinn, líkið og líkmennirnir í hverri jarðarför.  Hvernig stendur á því, að þetta sótti svona fast að mér, þegar ég horfði á Valgerði Sverrisdóttur í ræðupúlti á flokksþingi maddömu Framsóknar?

Dauðastríð maddömunnar minnir átakanlega að endalok Alþýðubandalagsins hér um árið.  Engu breytir, þótt fréttamenn reyni að gera sér mat úr hugsanlegri „stefnu"  flokksins varðandi Evrópumál.  Hann mun auðvitað ekki taka neina stefnu í þeim málum, enda aldrei stefnufastur verið.  Framsóknarflokkurinn er og hefur lengi verið rekald og gjörsamlega stefnulaust í öllum málum, nema þeim einum, sem lúta að gróða örfárra fjárplógsmanna.  Þess vegna er hann búinn að vera, burt séð frá „Evrópustefnu" og formannskjöri.  „Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð"  eins og Steinn Steinarr orðaði það í frægu ljóði um öllu sterkara veldi en Framsóknarflokkinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Voðalega geturðu verið nasty út madame. Heyrðirðu ekki hvað Álgerður sagði? Frúin ber enga ábyrgð á einu eða neinu. En eitt er víst að ég ætla ekki að vera við jarðarför framsóknarflokksins. Ég mun fagna heima.

Sigurður Sveinsson, 17.1.2009 kl. 07:22

2 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Eigi skal fögnuð forðas, frændi.

Pjetur Hafstein Lárusson, 17.1.2009 kl. 08:41

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvað þessi "Evrópustefna" Framsóknarflokksins skilar honum. Ég tek undir orð Páls Péturssonar og efast um það að þetta muni trekkja að kjósendur enda veit ég ekki hvaðan þeir ættu að koma.

Jóhann Pétur Pétursson, 17.1.2009 kl. 13:50

4 Smámynd: Einar B  Bragason

Senda hana í endurvinnsluna ! og skila sem Krata. Kv EBB

Einar B Bragason , 17.1.2009 kl. 14:04

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Jari það eru takmörk á hvað er hægt að ednurvinna og hvað er óendurvinnanlegt efni, daglega kallað spilli(ngar)efni.

Sverrir Einarsson, 17.1.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband