15.1.2009 | 23:52
Breyttir tímar í listinni
Undanfarna áratugi hefur listagyðjan verið einskis manns ástkona; hún er skyndikona. Hún stendur á markaðstorgi hégómans, og lyftir pilsi, þegar hugsanlegur viðskiptavinur á leið um. Hver veit, nema hann eigi banka eða verslunarkeðju?
Æi, nei, nú eiga menn víst ekki banka lengur og farið að hitna undir baunasöluköppunum. Og einu hljóðin, sem berast frá púntnahúsi listarinnar við gömlu höfnina, hálfköruðu, er gnauð napra vetrarvinda og krunkið í krumma.
Og tíminn líður; eftir sem áður er ort á landi hér, menn draga liti á striga og tónar hljóma. Skyldi hin lausláta listagyðja ekki brátt leita sér skjóls í rústum upphafningarinnar.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.