Dimmt er á Svörtuloftum

Þorrinn nálgast, kaldur og stormviðrasamur.  Þá kemur góan, oft litlu skárri.  Þó munum við hér eftir sem hingað til þreyja þorra og góu.  Og við munum fagna vori.  En ég er ekki lengur viss um, að því muni fylgja sú gleði, sem þjóðinni er töm.  Því þótt þröstur syngi á grein er hætt við, að sá söngur fari ekki víða, enda situr þar illfygli fyrir og gargar hásum rómi, framan í þjóð, sem síst vill á slík hljóð hlusta.  Og dimmt er á Svörtuloftum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Enda þursinn þríhöfða .

Hörður B Hjartarson, 15.1.2009 kl. 21:39

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Förum við ekki að heyra svanasöng á Svörtuloftum fljótlega?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 15.1.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband