12.1.2009 | 16:24
Breytingar á heilbrigðiskerfinu
Á því leikur tæpast nokkur vafi, að ýmissa breytinga er þörf í heilbrigiskefinu, eins og víðar í samfélaginu. Hins vegar er ég ekki alveg viss um, að slíkar breytingar, sem gerðar eru undir formerkjum s.k. hagræðingar skili árangri. Hagræðing leiðir nefnilega ævinlega til samruna stofnana, sem aftur leiðir til þess, að það sem fengið hefur að þróast til betri vegar í tímans rás, fer forgörðum. Niðurstaðan er ævinlega sú sama; verri og dýrari þjónusta.
Því er svo við að bæta, að hagræðingarsinnar hugsa ævinlega eingöngu út frá viðfangsefninu einu saman, í þessu tilfelli heilbrigðiskerfinu, en ekki út frá hliðargreinum þess. Hér á ég m.a. við hlutlæga þætti, eins og samgöngur og einnig huglæga þætti. Það er staðreynd, að fólk vinnur betur í smáum og meðalstórum einingum er stórum.
Þegar fyrirtæki, hvort heldur þau eru opinber eða í einkaeign, sem og stofnanir eru komin í vissa stærð, verður umpólun í daglegri starfsemi þeirra. Yfirmennirnir hætta að hafa yfirsýn yfir viðkomandi stofnun eða fyrirtæki. Skipuritið verður gagnslaust plagg, enda er viðkomandi fyrirtæki í raun stjórnað neðan frá, frá degi til dags, en ekki að ofan.
Þetta kemur vel fram í s.k. Parkinsonskenningu. Parikinson sá, sem setti þessa kenningu fram, var Englendingur. Á árum síðari heimsstyrjaldar var hann höfuðsmaður í hernum. Verkefni hans var, að starfa á birgðarskrifstofu alls herafla breska heimsveldisins. Auk hans voru þarna þrír háttsettir herforingjar sem allir voru komnir á eftirlaun, þegar stríðið braust út, en komu aftur til starfa. Einn var flotaforingi, annar hershöfðingi úr landhernum og sá þriðji hershöfðingi úr flughernum. Samkvæmt skipuriti, áttu skjöl varðandi alla birgðaflutninga frá Bretlandi til hersveita á vígvellinum, að fara um hendur þessara þriggja heiðursmanna. Hlutverk Parkinsons var að bera í þá skjölin.
Eitt sinn, þegar allrir þessir þrír háttsettu herforingjar voru fjarverandi, ákvað Parkinson að fara inn á skrifstofur þeirra og athuga, hvað yrði um öll þessi skjö, sem hann bar í þá. Hann átti nefnilega svolítið erfitt með að skilja, hvernig heilt heimsveldi gat barist í heimstyrjöld og átt alla sína birgðarflutninga undir þremur rosknum mönnum. Og viti menn, skjölunum var öllu snyrtilega raðað í möppur. M.ö.o. þau fóru aldrei lengra. Þar með staðfestist grunur Parkinsons, sem var sá, að skrfistofa þessi starfaði til einskis.
En þá fór hann að huga að því, hvernig hergöng og aðrar birgðir bærust til vígstöðvanna, fyrst skjölin, sem áttu að heita nauðsynleg til að flutningarnir gætu farið fram, fóru aldrei lengra en inn á skrifstofur heiðursmannanna, sem hann þjónaði. Og hann fór að athuga málið. Í ljós kom, að verkstjórarnir í hergagnaverksmiðjunum höfðu samið við bílstjórana sem fluttu hergögnin til hafnanna, þar sem flutningaskipin biðu þeirra. Bílstjórarnir voru svo aftur í góðu sambandi við verkstjórana í viðkomandi höfnum. Þannig gegnu birgðaflutningarnir eins og smurð vél. En æðstu yfirmenn flutningana höfðu ekki minnstu hugmynd um, hvað var að gerast.
Nú er mikil þörf á endurnýjun í stjórn ríkisins, bæði á stjórnmálasviðinu og í embættismannakerfinu. Er ekki til einhver svona notalegur kontór" fyrir þarflausa menn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Saell Pjetur,
Mer finnast skrif thin um astandid a Gaza svaedinu einkennast af theim sama grundvallarmisskilningi og flestar frettastofur heimsins (CNN, BBC, etc) hafa tekid undir, sem er einhlida studningur vid hrydjuverkamenn palestinumanna a svaedinu. Mundu rett, ad undanfarna 6 manudi hafa hrydjuverkamenn skotid eldflaugum inn til Israel og fellt almenna borgara og takmarkid er ad leggja Israel ad velli.
Mundu rett, ad thad er EKKERT LAND SEM HEITIR PALESTINA. Landid Paestina er einungis vidurkennt af 100 thjodum og Palestina er einungis svaedi i midausturlondum. Thad sama a vid Trans-Jordan, sem var hluti af midausturlondum adur en vestraenar thjodir skilgeindu svaedid og vidurkenndu landid Israel. Islendingar voru fystir thar i flokki.
Thad efast ekki nokkur madur ad Israel hefur rett til ad verjast arasum annarra thjoda a land sitt. Thenna rett vidurkenna Bandarikjamenn, Bretar og svo flestar vestraenar thjodir.
Spurningin er hins vegar su, hvad skal gera fyrir palstinumenn, sem eru greinilega innilokadir a svaedi sem their kalla sitt eigid, en enginn vill vidurkenna, ekki einu sinni thjodirnar i kring, Egyptar, Saudi Arabar o.sv.frv.
Ef palestinumenn lata af stefnu sinni ad eydilegging Israel se takmarkid, tha held eg ad Israel seu reidubuid ad semja um stofnun Palestinu a svaedinu sem mundi tryggja langvarandi frid. Fyrr ekki. Thetta aetti ad vera mjog ljost.
Thad er alveg sama hvad thid kallid thetta, Hamas, Hisbollah, Islamic Jihad, eda hvad. Thetta eru allt hrydjuverkamenn og theim ber ad utryma, med hvada haetti sem best gerist. Thad verda ekki til riki, med hrydjuverkum. Ekki i dag. Israelsmenn munu berjast fram a sidasta mann til ad vernda sig.
Thetta er flestum ljost, sem eitthvad vita um sogu thessa svaedis og vonandi tekst Israelsmonnum ad brjota thessa hrydjuverkamenn nidur og na vidraedum vid heilbrigda, skynsama Palstinumenn sem vilja frid femur hrydjuverkum.
Barattukvedja,
Baldvin
baldvin berndsen (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 17:15
Hvar eru sendiherrarnir geymdir - þessir ónotuðu á ég við? Það hlýtur að vera hægt að geyma fleiri þar eins og HAFRÓ vill geyma fiskinn í sjónum! Vandamálið verður þó að þeir vilja fá laun, eftirlaun, orður og Guð má vita hvað!
Svo er náttúrlega annað vandamál - Lög um opinbera starfsmenn eða eitthvað svoleiðis sem gera það að verkum að annað hvort er ekki hægt að færa menn eða það verður að færa það upp, bæði í virðingarstiganum og í launum!!!!! Davíð gat þó rekið einn þarna um árið þegar Þjóðhagsstofnun var lokað!
Ragnar
Ragnar Eiríksson, 12.1.2009 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.