Kröfuharka á hendur utanríkisráðherra

Mér þykir sem ýmsir úr hópi jafnaðarmanna séu heldur kröfuharðir í garð formanns Samfylkingarinnar, Ingibjargar Sólrúnar utanríkisráðherra.  Svo er að sjá, sem þeim þyki jafnaðarmennska hennar heldur klén.  En verður þess krafist, að hún sýni af sér einarða jafnaðarmennsku?

Pólitískar rætur Ingibjargar Sólrúnar liggja í Kvennalistanum.  Sú hreyfing var aldrei baráttuafl til aukins jöfnuðar í samfélaginu, ekki einu sinni meðal kvenna.  Kvennalistinn var pólitískt baráttutæki háskólagenginna miðstéttakvenna.  Það sem hann barðist fyrir var ekki aukinn jöfnuður, heldur hlutdeilt menntakvenna í forréttindum efri laga miðstéttarinnar.  Halda menn að það sé tilviljun, að Aðalheiður Bjarnferðsdóttir gerðist þingmaður Borgaraflokksins en ekki kvennalistans?

Ef Samfylkingin vill standa undir sparinafni sínu, Jafnaðarmannaflokkur Íslands, væri ráð, að félagsmenn hennar leituðu sér forystu í hópi jafnaðarmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau finna ekki jafnaðarmann í Samfylkingunni lengur - þau þurfa að leit annað!

TH (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 22:54

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Skörp sýn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.1.2009 kl. 01:21

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Samfylkingin er taglhnýtingur íhaldsins eins og framsókn forðum. 

Haraldur Bjarnason, 8.1.2009 kl. 06:13

4 identicon

Sæll og blessaður  Pjetur ,

Gleðilegt ár og takk  fyrir  síðast  í Færeyjunum  góðu og þá  vinarsendingu  sem  þið Hannes  færðuð  Færeyingum. Skilgreining þín á Kvennalistanum  sáluga  er sú besta  sem ég  hef séð. Hittir naglann á  höfuðið!

Eiður (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 13:39

5 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Takk fyrir þessa skilgreiningu, mætti halda að ég hefði skirfað þetta.   Skoðaðu þá VG sem byggir rót sína á verkafólki, ekki finnur þú verkamenn þar í hópi lengur það er löngu búið að úthýsa þeim.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 9.1.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband