Innrásin í Gaza

Það var heldur dapurlegt að hlusta á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og varaformann Sjálfstæðisflokksins ræða atburðina í Gaza í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag.   Víst þótti frúnni miður, að Ísraelsmenn væru að drepa óbreytta borgara, en taka yrði tillit til þess, að Hamassamtökin vilji afmá Ísraelsríki.  Þetta er rangt.  Hamassamtökin vildu afmá Ísraelsríki, en hafa breytt um stefnu hvað það varðar.

Ég ætla mér ekki þá dul, að fara að rekja hörmungarástandið fyrir botni Miðjarðarhafs; til þess eru aðrir mér færari.  En það má vera hverjum manni ljóst, að árásir Ísraelshers á Gaza eru í raun ekkert annað en hátæknivædd hryðjuverk.  Þarna er jafnt hátæknivæddum flugher sem stórskotaliði og nú einnig skriðdrekum og fótgönguliði beitt gegn einni og hálfri milljón manna, sem staðsett er á svæði, sem er u.þ.b. helmingi minna en Reykjanesskagi.  Og svo voguðu Ísraelsmenn sér, að ráðleggja íbúum Gaza að leita sér skjóls, áður en þeir réðust inn með landherinn.  Með leyfi að spyrja; hvar er þess skjóls að leita? 

Ég er ekki frá því, að það væri ráð fyrir Þorgerði Katrínu að velta þessu fyrir sér, áður en hún fjallar um málefni landanna fyrir botni Miðjarðarhafs á opinberum vettvangi.  Og hvernig væri nú, að hlusta  á þá vaxandi hreyfingu meðal Ísraelsmanna sjálfra, sem berst fyrir samkomulagi við Palestínumenn? 

Ég þykist vita, að Þorgerður Katrín styðji ekki ofbeldi.  En hún hyggur lítt að því, sem hún segir.  Er hún að reyna að tryggja stöðu Sjálfstæðisflokksins, sem þriðja stærsta stjórnmálaflokks landsins, eins og hann er nú samkvæmt skoðanakönnunum.  Og ber í því sambandi að gæta þess, að flokkurinn hefur jafnan komið betur út úr skoðanakönnunum en kosningum.

Skömmu eftir viðtalið við Þorgerði Katrínu barst fréttastofunni yfirlýsing frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, þar sem hún tók afdráttarlausa afstöðu gegn árásarstríði Ísraelsmanna og fordæmdi árásir þeirra á Gaza.  Bendir þetta óneitanlega til betri skilnings á ástandinu á þessu stríðrhrjála landsvæði, en fram kom í málflutningi Þorgerðar Katrínar.    Kannske megum við vænta þess, að Ingibjörg Sólrún fari einnig að skilja ástandið á Íslandi.  Hver veit?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvaða kjafæði er þetta með samúð í hryðjuverkamenn sem reka sprengjuskóla fyrir smábörn!

Ingibjörg Sólrún hefur engin áhrif þarna frekar enn þú og ég! Vonandi reka þeir hvern einasta kjaf´t frá Gaza svæðinu og gera það að Ísrael. Amen.

Óskar Arnórsson, 5.1.2009 kl. 08:21

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mads Gilbert heitir læknir sem nú er mikið vitnað í, því hann er á Gaza og stundar lækningar á Hamas.  Margar fréttstöðvar og sér í lagi Íslendingar virðast bera mikla virðingu fyrir þessum manni.

Hann lýsti ánægju sinni með og taldi árásir Al Qaida á New York 2001 (9/11 árásina) réttmætar. Svo vitnað sé í Wikipediu, því ég fann ekki í fljótu bragði hvernig norsku fréttastofurnar greindu frá þessu á sínum tíma:

Like etter angrepet på World Trade Center i USA september 2001 vakte det oppsikt da Gilbert forsvarte undertryktes moralske rett til å angripe USA. «Hvis USAs regjering har en legitim rett til å bombe og drepe sivile i Irak, har også de undertrykte en moralsk rett til å angripe USA med de våpen de måtte skape. Døde sivile er det samme enten det er amerikanere, palestinere eller irakere.» På direkte spørsmål om han støttet terrorangrep på USA, svarte Gilbert: «Terror er et dårlig våpen, men svaret er ja, innenfor den konteksten jeg har nevnt.»

Þetta gildir þá líka fyrir Ísrael. ÞETTA ER ENN EINN NORSKUR SKíTHÆLL. Þessi karakter kallar sig lækni, þó hann brjóti allar siðareglur lækna. Og furðu sætir að Íslenskir fréttamiðlar telji sig til neydda að breiða út fréttir frá þessum "frábæra" manni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 08:36

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjörlega sammála þér Vilhjálmur Örn! (Ég tala sænsku betur enn íslensku, og dönsku og norsku ver enn íslensku. Ágætur balans)

Þekki bara norska skíthæla úr fangelsum í Svíþjóð þar sem ég hef unnið í 25 ár. Kanski ekki rétti maðurinn að dæma þjóðina út frá þessum kynnum.

Bara einn norskur læknir var þarna, og hann var pedófíll og morðingi. Snargeggjaður.

Óskar Arnórsson, 5.1.2009 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband