2.1.2009 | 17:29
Forsetapredikunin
Mikið naut ég þess að hlusta á útvarpspredikun "séra" Ólafs Ragnars Grímssonar á nýársdag. Nei, misskiljið mig ekki; það voru ekki orð hans, sem vöktu gleði mína, heldur tónninn. Mér fannst, sem ég hefði endurheimt æsku mína, já og jafnvel bernskuna. Þetta var alveg eins og að hlusta á gömlu helgislepjuprestana í útvarpinu í gamla daga, þegar þeir "almáttuðu" sig í þvílíkri upphafningu, að það var sem þeir væntu þess, að orð þeirra mundu ljúka upp dyrum himnaríkis og allt ljós heimsins flæða eins og tært lindarvatn yfir söfnuðinn. Já, og allar syndir heimsins mundu falla af herðum þeirra sjálfra og blessaðara sóknarbarnanna og hverfa í eilífa gleymsku.
Áratugum saman hef ég ekki heyrt "jónsauðunslegri" tón af vörum nokkurs manns. Hallelúja!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:48 | Facebook
Athugasemdir
Og Amen
Sverrir Einarsson, 2.1.2009 kl. 19:23
Pétur! Grísafáni Bónus- feðga á að blakta yfir Bessastöðum. Þar mættá aði festa hann upp, ekki á Alþingishúsinu. Sýndarmennskan er húsbóndanum eiginleg og í blóð borin, en líka yfirgangurinn og ruddaskapurinn, sem var enn meira áberandi á fyrri árum ásamt falsinu og tækisfærismennskunni. Það virðist núna loksins, loksins vera að renna upp fyrir fólki hvers vegna við, sem vorum honum samtíða í MR kölluðum hann þá þegar ávallt "Óla grís". Hann er að sönnu vemmilegur og sannkallað sundrungartákn þjóðarinnar.
Vilhjálmur Eyþórsson, 2.1.2009 kl. 22:13
Grísfáninn blekkti marga.
Offari, 2.1.2009 kl. 23:23
Hugsaði eins og þú. Og ekki batnaði það með séra Karli ! Þetta er æfð framsögn sem mennirnir halda að virki. Halda mennirnir virkilega að þetta hrífi?
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.