Stjórnmálasambandið við Ísrael

Þær árásir Ísraelsmanna á Gaza, sem heimurinn hefur horft upp á undanfarna daga eru dapurlegur vottur um stríðið endalausa fyrir botni Miðjarðarhafs.  Ég ætla ekki að gerast dómari í því máli.  Þó verður því ekki neitað, að það er ekki sérlega hyggilegt, að bera saman vanmáttugar flugskeytaárásir Hamassamtakanna á Ísrael og tæknivæddar drápstólsárásir Ísraela á Gaza.  Það er álíka gáfulegt og samanburður á vopnabúnaði Gyðinganna í gettóinu í Varsjá og þýska hersins, þegar þeir fyrrnefndu risu upp úr eymd sinni í síðari heimstyrjöldinni og gerðu uppreisn.  Þar var ólíku saman að jafna.

Árásum Ísraelsmanna er mótmælt út um allan heim.  Ýmsir vilja einanagra þá, með því að slíta stjórnmálasambandi við þá.  Slíkar raddir heyrast m.a. á Íslandi.  Hér verður ekki kveðið upp úr með það, hvað rétt sé í þeim efnum.  En undarleg þótti mér sú yfirlýsing utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, að ekki væri hægt að slíta stjórnmálasambandi við Ísraelsmenn á þessum forsendum, þar eð árásir þeirra beindust ekki að erlendu ríki.  Er þá í lagi að strádrepa fólk, svo lengi sem það hefur ekkert ríki á bak við sig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Hjartanlega er ég sammála þér. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi á haustdögum að fá tækifæri til að ferðast til Ísrael. Fyrirfram var ég búin að heita mér því að ræða ekki um pólitíkina þar í landi, enda er það eldfimt umræðuefni og ég ekki í stakk búin til að ræða það á faglegum forsendum. Engu að síður átti ég þrjár góðar samræður við fylgdarfólk hópsins um ástandið í landinu. Niðurstaðan eftir þær samræður eru einfaldlega: Sjaldan veldur einn þá tveir deila!

Með þessu er ég þó alls ekki að réttlæta árásirnar á Gaza, síður en svo. Það er ekkert sem réttlætir þær og þeim ber að hætta nú þegar!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 31.12.2008 kl. 01:34

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ingibjörg - það er ekki hægt að beita þessu gamla spakmæli „Sjaldan veldur einn þá tveir deila“ á þessa deilu. Eki frekar en í dæminu sem Pjetur minnist á.

Þegar gyðingar voru afkróaðir af dauðasveitum nasista í Varsjárgettóinu þá hefði verið fíflalegt að standa hjá og muldra þessa setningu.

Sama gildir um Gazagettóið. Þar er fólki smalað saman af Síonistahernum og er nú þéttbýlasta svæði í heimi! Þetta fólk hefur ekki frelsi til neins nema að hýrast þarna og deyja. Af 1,5 milljón sem þarna eru eiga 300,000 uppruna á svæðinu - hinir eru flóttamenn eða afkomendur flóttamanna. Mannréttindasáttmáli SÞ viðurkennir rétt manna til að berjast þegar allar aðrar leiðir eru útilokaðar. Ísrael hefur aldrei fallist á neina samninga nema þegar þeim hefur hentað til að ná enn frekari tökum á landi Palestínumanna.

Stjórn Ísrael styður rán landtökumanna á landi Palestínumanna. Ríkisstjórn sem heimilar slíkt hefur auðvitað stigið út fyrir rammann sem siðmenntað fólk heldur sig innan. Svo þegar sama ríkisstjórn ræðst gegn fólkinu sem enga björg sér getur beitt þá gengur hún enn lengra.

Með góðri kveðju og ósk um gleðilegt og farsælt ár.

Hjálmtýr V Heiðdal, 31.12.2008 kl. 14:55

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þarna er ég enn og aftur sammála þér Hjálmtýr að "sjaldan veldur einn þá tveir deila" á ekki heima hér. Framferði Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum er þvílík svívirða. Og svo sannarlega er þau vanmáttug skot Palestínu manna í samanburði við drápstæki Ísraela. Það þarf ekki annað en að líta á tölur um mannfall til að sjá hverst fullkomlega óréttlætið er.

Lifi frjáls Palestína!!!!!

Gleðilega hátíð

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband