12.12.2008 | 18:48
Lækka þarf skatta og auka ríkisútgjöld
Þegar Roosevelt komst í Hvíta húsið var baráttan gegn kreppunni forgangsverkefni. Hann leitaði til breska hagfræðingsins John M. Keynes. Ráð hans var einfallt Komið peningaveltunni í gang". Þetta þýddi, að ríkið lækkaði skatta og jók opinberar framkvæmdir. Hvoru tveggja leiddi til þess, að almenningur fékk aftur vinnu, neyslan fór vaxandi og tekjur af henni skiluðu auknum tekjum til ríkisins.
Ríkisstjórn Íslands fer þver öfuga leið. Hún hækkar skatta og dregur úr opinberum framkvæmdum. Þetta þýðir aukið atvinnuleysi og þar af leiðandi auknar atvinnuleysisbætur, fyrir nú utan það, að atvinnuleysi dregur úr flæði fjármagns. Skattahækkanir virka eins. Vissulega þarf skatta til að reka velferðarkerfið. En þeir mega ekki vera það háir, að þeir auki verkefni velferðarkerfisins. Við vitum, að atvinnuleysi dregur ekki aðeins úr tekjum fólks; það steypir fjölda manns í gjaldþrot, stuðlar að landflótta og dregur úr andlegum og líkamlegu þrótti fólks, sem svo aftur eykur útgjöld heilbrigðiskerfisins.
Koma verður á skattaþrepum, þannig að hátekjufólk geiði hærra hlutfall tekna sinna í skatta en þeir, sem hafa miðlungs tekjur. Kjör þeirra tekjulægstu má svo bæta með hækkun skattleysimarka.
Nýjasta útspil ríkisstjórnarninnar er hækkun áfengis, sérstaklega létt víns og bjórs og hækkun bensíngjalds. Hvoru tveggja fer út í vísutöluna og hækkar því skuldir almennings. Þess utan er hækkun bjórs umfram hækkun sterkra vína árás á innlenda bjórframleiðslu, sem ekki hvað síst er rekin úti á landi og stuðlar því að jafnvægi í byggð landsins. Olíugjaldshækkunin, samtímis því, að í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir samdrætti í samgönguframkvæmdum, mun m.a. hækka fargjöld almannasamgangna. Innfluttningur á bensíni mun því ekki minnka sem skyldi vegna einkabílisma.
Ráðherrar, er nokkuð að því, að kynna sér kenningar Keynes?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Roosevelt fremlengdi kreppuna með aðgerðum sínum.
Geir Ágústsson, 12.12.2008 kl. 19:34
Geir það gerði hann ekki og það besta er að það er bannað að selja til einkaaðila það sem rikið lét byggja í kreppunni
Einar Þór Strand, 12.12.2008 kl. 22:32
Mjög umdeilt efni.
Ég er samt þeirrar skoðunar að í kreppu sem þessari sé það forgangsverkefni að hjólin snúist.
Atvinnulaust fólk skapar engin verðmæti og borgar því enga skatta. Það þiggur hins vegar frá öðru fólki peninga, sem minnkar ráðstöfunartekjur þeirra sem enn hafa vinnu. Allt þjóðfélagið skapar minni verðmæti og neyslan minnkar, sem minnkar einnig skatttekjurnar.
Þetta er vítahringur, sem verður að brjóta, jafnvel með þeim aðgerðum, sem greinarhöfundur stingur upp á!
Það er einungis á tímum sem þessum (kreppu, stríði), sem grípa á tímabundið til svona aðgerða og grípa inn í hjá hinum frjálsa markaði.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.12.2008 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.