Tilræði við Ríkisútvarpið

Menntamálaráðherra er að sýna Ríkisútvarpinu banatilræði.  Tillaga hans um 17.900 króna nefskatt á mann í stað notendagjalda er markviss tilraun til að gera út af við Ríkisútvarpið.  Skatturinn á að leggjast á alla þá, sem náð hafa 18 ára aldri og ekki eru komnir á eftirlaunaaldur, þ.e.a.s. hafa náð 67 ára aldri.

Þetta þýðir að hjón þurfa að greiða 35.800 á ári til Ríkisútvarpsins, hjón með eitt barn, sem náð hefur 18 ára aldri greiða samkvæmt þessu 53.700 krónur.  Séu tvö börn á heimilinu, 18 ára eða eldri nemur nefskatturinn 71.600 krónum.

Nefskattar eru óvinsælustu skattar sem til eru og ekki að ástæðulausu.  Þeir leggjast jafnt á alla, án tillits til tekna þeirra.  Þetta veit menntamálaráðherra.  Það er þess vegna, sem ég fullyrði, að hann vilji Ríkisútvarpið feigt.

Á Alþingi verður menntamálaráðherra tíðrætt um menningarhlutverk Ríkisútvarpsins.  Þau orð væru fögur, ef hugur fylgdi máli.  En í ljósi tillögunnar um nefskattinn eru þetta innantóm orð.  Menntamálaráðherra virðist einfaldlega ætla að tryggja, að nær allt útvarpsefni í landinu verið ómerkilegt gaddhestagarg, eins og tíðkast á einkareknum útvarpsstöðvum.

Vissulega er það til of mikils mælst, að menntamálaráðherra segi af sér vegna þessa frumvarps.  En hann ætti að sjá sóma sinn í því, að kenna stöðu sína við eitthvað annað en menntir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt það sem við þurftum á að halda nú.  Jólagjöf þjóðarinnar til "útrásar víkinganna".  Var ekki komið nóg í bili?  Auglýsingatekjur eina óháða fjölmiðilsins sem eftir er.

Gleðileg...         TIL;  Jóns Ásgeirs og Hreins Loftssonar

                        FRÁ;   Íslensku þjóðinni.

Valdimar Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 21:03

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já ég er ekki sammála þessari nefskattshækkun heldur. En mér finnst reyndar að það ætti að selja RÚV og ríkið myndi frekar styrkja alla fjölmiðla meira í staðin. Ég er viss um að það mætti nýta peningana betur þannig.  Ég bendi t.d. á hvað litlar einkastöðvar eins og Útvarp Saga og ÍNN geta gert með mjög litlum fjármunum. Og reyndar finnst mér einnig aðdáunarvert hvað 365 býr til mikið af innlendu efni þrátt fyrir þrúgandi samkeppni RÚV.

Þorsteinn Sverrisson, 10.12.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég sem hélt í minni einfeldini að þessi "nefskattur" væri  pr. heimili.

Sverrir Einarsson, 10.12.2008 kl. 21:19

4 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Ég er sammála því að nefskattur hlýtur að vekja upp enn á ný deilur um ríkisútvarp og fjölga þeim sem setja sig á móti því fyrirkomulagi. En ég get ekki verið sammála því að Útvarp Saga og slíkar stöðvar gætu komið i stað Ríkisútvarpsins.  Það hefur einfaldlega allt öðru hlutverki að gegna, það er almannaútvarp sem allir hafa aðgang að og til þess eru gerðar mun meiri menningarlegar kröfur og kröfur um lýðræðislegar upplýsingar og upplýsta umræðu, sem er ekki síst þörf á nú um stundir. Sú umræða sem fer fram á Útvarpi Sögu er því miður á afskaplega lágu plani, með undantekningum þó. Almannaútvarp er rekið í öllum nágrannaríkjum okkar og sé þörf fyrir það á Norðurlöndunum, Bretlandi osfrv. hlýtur að vera þörf fyrir það á Íslandi þar sem lifa rúmlega 300 þúsund sálir, að börnum og gamalmennum meðtöldum.

Þorgrímur Gestsson, 10.12.2008 kl. 22:15

5 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Sammála Þorgrímur, það er gjörsamlega út í hött, að leggja að jöfnu Ríkisútvarpið og Útvarp Sögu. 

Pjetur Hafstein Lárusson, 10.12.2008 kl. 22:40

6 identicon

Ef allt væri með felldu þætti mér óeðlilegt að RUV væri á auglýsingamarkaði yfir höfuð, raunar nánast absúrd ef útí það er farið. Burtséð frá því þá skil ég ekki alveg hvað þú ert að fara; verður "nefskatturinn" banabiti RUV vegna óvinsælda?,  Ég fatta bara ekki bofs í þessu. Afhverju banabiti RUV samanborið við mánaðarleg afnotagjöld? Það má vel vera rétt en ef þú nennir máttu aðeins útskýra það fyrir mér, óinnvígðum..

kveðja

Sigurður Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 00:11

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hafa afnotagjöld "frjálsu" stöðvanna skilað hagnaði undanfarinn ár þá hverjum? Fáum kanski bakreikning? Eins og frá Rússabúðunum með raðirnar og litla drasl úrvalið? Ég gekk í Álftamýrskóla og las litlu gulu hænuna. Sorry.

Júlíus Björnsson, 11.12.2008 kl. 04:06

8 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Hvernig ætli fólki bregði við að þurfa að greiða 70 þús. kr. á ári til RÚV í kreppunni ef á heimilinu eru hjón og tvö ungmenni yfir 18 ára aldri? Er það ekki það sem hann á við?

Þorgrímur Gestsson, 11.12.2008 kl. 09:34

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er hægt að lækka afnotagjöldin með því að leyfa óbreyttar auglýsingar.

Það verður ekki bæði sleppt og haldið.

Sigurður Þórðarson, 11.12.2008 kl. 09:49

10 identicon

Mikið óskaplega er Sveitamaður hræddur um að fleirri hafi skilið nefskatt sama skilningi og Sverrir Einarsson hér ofar í kommentunum. En Sveitamanninum hefur löngum fundist, þrátt fyrir að búa sjálfur (að eigin vali) afskekkt, að ekki væri hægt að forsvara annað "almannaútvarp" en þá eitthvað í líkingu við Rás 1. Sjónvarp og kjaftæðis- og hávaðastöð eigi ekki að vera hlutverk ríkisútvarps. Slíkt myndi uppfylla "menningarhlutverk" og "öryggishlutverk" ríkisfjölmiðils.

Sveitamaður (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 11:43

11 Smámynd: Hlédís

Hvaða stærðfræði er þetta?  Er nefskattur allt í einu orðinn hámark óréttlætis?   Finnst ykkur eðlilegra að lálauna einhleypingar borgi yfir 30,000,00 krónur á ári fyri að eiga sjónvarp, en einstaklingur á 5 fullorðinna manna heimili ekki nema um 5.000,00 kr. fyrir aðgang að heimilissjónvarpi, eins og verið hefur fram að þessu?    Hitt er annað mál að þessi nefskattur er of hár, ef teygja á hann yfir 17.000,00 kr. pr. fullorðinn einstakling.   Auk þess legg ég til að Rás 2 fjúki. Einkastöðvar með samskonar efni eru nógu margar.

Hlédís, 11.12.2008 kl. 16:15

12 Smámynd: Neddi

Ég vil gera smá athugasemdir við þessa útreikningar.

Fyrir það fyrsta þá eru einstaklingar eldri en 18 ára ekki lengur börn heldur fullorðnir einstaklingar.

Í öðru lagi þá borga hjón sem eiga "barn" yfir 18 ára jafn mikið og barnlaus hjón. Hins vegar borgar "barnið" líka ef það hefur tekjur. Hjón sem eiga 2 "börn" borga líka það sama og barnlausu hjónin en bæði "börn" hjónanna borga líka ef þau hafa tekjur.

Með þessari breytingu eru s.s. ungmenni eldri en 18 ára ekki lengur að fá sjónvarpið á kostnað foreldranna heldur borga fyrir það sjálf.

Ég, sem einstaklingur, kem til með að borga minna núna heldur en 5 manna fjölskylda gerir í dag.

Hvort að nefskattur sé rétta formið á þessu er svo allt annað mál en það má minna á það að innheimtudeild RÚV kostar heil ósköp á ári í rekstri.

Neddi, 11.12.2008 kl. 16:43

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Innan ESB er ekki eðlilegt að það sé meira en ein öflug Sjónvarpsstöð per 330.000 neytendur.  Að öðru leyti þá styrkjast allar spár um langvarandi alþjóðakreppu dag frá degi.  Gervihnatta sjónvarp verður áfram val fyrir þá sem skilja ensku. Litlar útvarsstöðvar kosta nú ekki mikið og þær halda áfram að vera.  Jafnvel míní sjónvarpstöðvar með ódýru afþreyingarefni.  Það er allt í lagi að trúa á Jólasveinin svo lengi maður hefur efni á því.  Ódýrast og oft arðbært er að leggja fyrirtæki niður áður en þau fara á hausin. 

Júlíus Björnsson, 11.12.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband