25.11.2008 | 21:15
Um hvað dreymir ráðherrana?
Hver man ekki eftir fréttamyndum að Æðstaráðinu í Kreml, þegar það raðaði sér upp á Kremlarmúrum á byltingardaginn og horfði á hersveitir Rauða hersins massera fram hjá, með þessi líka fínu drápstól skröltandi eftir Rauða torginu? Einu sinni gerðist það á svona degi, að þrír frægir herstjórar risu upp úr gröf sinni. Og þar sem þeir voru nú einu sinni úr herbransanum var þeim boðið að koma upp á múrinn og sjá dýrðina. Þetta voru þeir Alexander mikli, Júlíus Cesar og Napolen keisari. Alexandir mikli horfði hugfanginn á skriðdrekana og eldflaugarnar og sagði með öndina í hálsinum: Ef ég hefði haft yfir svona vopnum að ráða, hefði ég lagt undir mig allt Indland og Kína að auki". Cesar leit á hann og var ekki síður fullur aðdáunar: Ég skal segja þér það, að ég hefði komist alla leið austur að Volgu með svona her undir minni stjórn, já jafnvel austur að Úralfjöllum". Napóleon keisari hafði hins vegar ekki nokkurn áhuga á hersýningunni. Hann leit ekki einu sinni á mannskapinn þarna niðri á Rauða torginu. Hann var nefnilega að lesa Pravda, málgagn sovéska kommúnístaflokksins. Loks braut hann saman blaðið og stakk því í frakkavasann. Hann horfði dreymnum augum út í loftið og sagði: Ef ég hefði stýrt svona blaði, hefði enginn frétt af orrustunni um Waterloo".
Ja, hérna, hvað skyldi þá dreyma um, íslensku ráðherrana, sem þola ekki ótjóðraða blaðamenn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.