24.11.2008 | 10:36
Vantraustillaga rædd í dag
Í dag fer fram umræða um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar gegn ríkisstjórninni. Í kjölfar umræðnanna verða svo atkvæði greidd. Úrslit vantrauststillögunnar eru auðvitað fyrirfram ráðin; til þess er þingfylgi stjórnarflokkanna nægilega mikið. En fróðleg verður að sjá, hvernig þeir tveir ráðherrar Samfylkingarinnar og jafn margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem lýst hafa yfir vilja sínum til kosninga, svo fljótt, sem auðið verði, koma til með að haga málflutningi sínum (taki þeir á annað borð til máls) og atkvæðagreiðslu.
Undanfarið hefur Samfylkingin aukið fylgi sitt, samkvæmt skoðanakönnunum. En ólík afstaða forystufólks flokksins til kosninga sýnir, að innan hans ríkir djúpstæð óeining. Án þess ég hafi nokkuð fyrir mér í þeim efnum, grunar mig, að þeir ráðherrar, sem vilja ganga til kosninga sem fyrst, endurspegli vilja almennra flokksmanna, betur en formaður flokksins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
sammála Jóni Arnari
við sem borgum laun þessa fólks hljótum að vilja að tíma þeirra sé varið í að leita lausna en ekki að skapa sundrung og deilur,
br (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.