22.11.2008 | 21:48
Átökin við lögreglustöðina
Handtaka unga mannsins, sem dró fána hinnar nýríku borgarastéttar Íslands, Bónusveifuna, að húni á Alþingishúsinu um daginn, er það vitlausasta, sem lögreglan gat gert, eins og nú er ástatt í þjóðfélaginu. Þjóðin þarf síst á því að halda, að yfirvöld æsi til óeirða. Almenningur telur brýnni þörf á því, að ýmsir aðrir njóti gistivináttu lögreglunnar. Og það vita allir, hverjir þessir ýmsu aðrir" eru.
Ungi maðurinn, sem hér á í hlut hafði verið dæmdur í sekt, fyrir mótmælaaðgerðir vegna Kárahnjúkavirkjunar. Hann kaus að greiða ekki sektina, heldur sitja hana af sér með 14 daga fangelsisvist. Lögum samkvæmt á að birta mönnum innköllun til afplánunar með þriggja vikna fyrirvara. Þessi lög braut lögreglan.
En hvað sem því líður, þá sýndi ungi maðurinn þroska, þegar hann ákvað að samþykkja, að maður, sem ekki vill láta nafns síns getið, greiddi sektina. Þannig tókst þessum tveimur mönnum, að róa liðið, sem réðist á lögreglustöðina í dag. Vonandi taka valdsmenn landsins sér þessa tvo heiðursmenn til fyrirmyndar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr
Æsir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 21:54
Lögreglunni tekst alltaf að gera vitlausa hluti. Enda er eru þeir raðnir vegna gafanna.
Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 21:58
Góð og þörf athugasemd. Þetta sama hafði vakið mína athygli en afstaða mín breyttist í efsemdir er ég heyrði óljóst í samtali fráttamanns og lögreglustjóra að handtakan tengdist ógreiddri sekt frá lögreglunni á Blönduósi. Þarna gæti því verið um að ræða sekt fyrir hraðaakstur sem þeir fyrir norðan eru duglegir við að upplýsa.
Það breytir þó ekki því að þesi tímasetning var afspyrnu klaufaleg að ekki sé fastar að orði kveðið. Reyndar hefur mér fundist lögreglan afar gætin og prúðmannleg í þessum óvenjulegu og eldfimu aðstæðum sem stjórnvöld hafa skapað með hroka og afneitun.
Árni Gunnarsson, 23.11.2008 kl. 00:28
100% sammála. Þarna voru röng viðbrögð hjá lögreglunni sem til þessa hefur að mínu viti staðið vaktina eins og þeir eiga að standa vaktina þegar ástandið er svona. Lögreglan er ekki óvinur fólksins, þeir eru að vinna sitt verk og þeir eru að mörgu leyti í sömu stöðu og mótmælendur. Það er þó rangt að mínu mati að láta reiði sína bitna á lögreglustöðinni eða lögreglumönnum. Þeir eru bara að vinna sína vinnu. Mótmæli gegn handtökunni var sjálfsagt en það verður að gera á friðsaman hátt líkt og gert hefur verið á Austurvelli.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.11.2008 kl. 01:19
Sammála því að tímasetningin er afskaplega klaufaleg, sennilega er hún samt útpæld. Þeir vildu taka hann úr umferð fyrir mótmælin á laugardaginn. Eitt er samt að pirra mig og það er það, að fólk getur ekki hamið sig. Hverjum dettur það í hug að lögreglan láti það óskipt þegar það riðst inná lögreglustöð með þessum látum. Er ekki í lagi!! Auðvitað átti að gasa lýðinn. Ég er nokkuð viss um það að lögreglumenn eru í nákvæmlega sömu aðstöðu og margir aðrir, kannski búnir að tapa sparifé eða lánin kominn í hæðstu hæðir. Við skulum ekki láta reiði okkar bitna á þeim. Þeir eru í vinnunni
Árni R, 23.11.2008 kl. 11:14
Reyndar viriðist vera að honum hafi verið birt þessi innköllun en hann ekki sinnt henni þannig að þetta er ekki alveg rétt hjá þér. Eða ertu að meina að ef hann kýs ekki að fara þá þurfi að bírta honum þetta innkall aftur og aftur?
Reyndar finnst mér að lögreglan eigi að ná í myndirnar sem teknar voru af þeim sem höfðu sig mest í frammi og handtaka þá. Og einnig finnst mér að Álfheiður eigi að segja af sér þingmennsku.
Einar Þór Strand, 23.11.2008 kl. 16:01
Já Þeir Voru í vinnunni og neiðu að opna og tala Við Fólkið
Skrítið
Þegar maður fer inn á lögreglustöð eftir aðstoð verður það kallað að Ráðast á lögreglu
Enginn lögregla slasaðist en Fjöldi manns var Gasaður hvar liggur ofbeldið
Snilld
Æsir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:09
Þetta er nú ekki alveg rétt hjá þér sbr. http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/23/gildir_ekki_um_vararefsingu/
Að lögreglan hafi lokað er kannski skiljanlegt þar sem Hörður Torfa galaði yfir lýðinn alli á lögreglustöðina. Ef fólk brýtur glugga og ræðs inn þá á það ekkrt betra skilið en vera gasað. Það er sjálfsagt að mótmæla en það verður að halda uppi lögum og reglu. Það er lögbrot að klifra upp á alþingishús og flagga bónusfána. Þetta er eins og með saving iceland hópinn sem statt og stöðugt sagðist vera með "friðsamleg" mótmæli en voru fljót að ffara inn á lokuð svæði og hlekkja sig við vélar og skyldi svo ekkert í því af hverju það var handtekið....
Sigurður (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.