Sérkennilegur fréttaflutningur

Íslenskir blaðamenn eru ekki starfi sín vaxnir, ýmist fyrir æsku sakir eða sökum hugleysis.  Í gær kom t.d. út einshvers konar forsetasaga Ólafs Ragnars Grímssonar eftir Guðjón Friðriksson.  Þá bók hef ég ekki séð og veit því ekkert hvað í henni stendur.  En athyglisvert var að sjá, hvernin fréttamenn ljósvakamiðlanna, sögðu frá útgáfunni.  Aðalefni umræðu þeirra var það, að Davíð Oddsyni væri í nöp við Ólaf Ragnar.  Stórkostleg tíðindi!

Væri nú ekki frekar ráð, að þeir köfuðu ofan í forsögu þess ástands, sem nú ríkir í landinu?  Mætti ekki í því sambandi, fjalla ýtarlega um það, hvernig Davíð Oddson lagði grunninn að því, að landið lenti í ræningjahöndum, með því að færa þeim allt bankakerfi þjóðarinnar á silfurfati í samvinnu við félaga sína, þá Geir Haarde, Halldór Ásgímsson og Finn Ingólfsson?  Og væri nokkuð úr vegi að segja vel og skilmerkilega frá því, hvernig forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson hefur skaðað heiður lands og þjóðar úti um allan heim, í hlutverki sendisveins bankaræningjanna?

Þjóðin á ekki aðeins rétt á því, að vera leidd í allan sannleikann um þetta, hún er beinlínis skyldug til að horfast í augu við hann.  Það var nefnilega hún, sem kaus þessa menn yfir sig.  Í þeirri staðreynd felst skuld hennar við komandi kynslóðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt, hef ekki séð komist betur að orði um ástandið hér á landi.

þórhallur (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú kveður fast að orði, er ég þér hjartanlega sammála.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.11.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband