20.11.2008 | 22:49
„Ekki benda á mig..."
Ekki benda á mig..." Mig minnir að á árum áður hafi oft verið sunginn slagari með þessu viðlagi. Ekki man ég textann að öðru leyti. En svo er að heyra, sem hann sé í minnum hafður meðal pólitíkusa og þeirra nóta, nú um stundir. Það er t.d. alveg frábært, að heyra Jón Sigurðsson eðalkrata, formann stjórnar fjármálaeftirlitsins og varaformann stjórnar Seðlabankans láta eins og hann hafi aldrei heyrt þess getið, að á Íslandi væri til gjaldmiðill.
Hér í eina tíð var téður Jón viðskiptaráðherra í stjórn Davíðs Oddssonar. Jón Baldvin var þá formaður Alþýðuflokksins og virtist sjaldan hafa séð annað eins stórséní og þennan nafna sinn. Og má vera, að maðurinn sé góðum gáfum gæddur; athyglisgáfan er þar þó undanskilin.
Það skyldi þó aldrei vera, að menn sitji í hinum og þessum stjórnum, nefndum og ráðum til þess eins að hirða laun fyrir og kitla um leið hégómagirndina?
Ég nefni Jón Sigurðsson í þessu sambandi. En hann er margur, Jóninn í þessu landi, sem ætlast til þess, að vera ávarpaður séra Jón", án þess að hafa unnið til hempunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.