19.11.2008 | 23:27
Hokin þjóð, Íslendingar
Skyldi nú ekki fara að styttast í lánið frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, sem flestir nefna víst upp á enska skammstöfun og kalla imf" eða eitthvað svoleiðis? Nema hvað skyldi nú gerast þá? Ætli þjóðin freisti þess, að halda áfram því andlega volæðis ölæði, sem hún hefur ástundað síðan í stríðinu? Eða skyldi hún loks nema staðar, hugsa sinn gang og komast til vits?
Þeim virðist nú fara mjög fjölgandi, sem vilja aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ekki treysti ég mér til þess, á þessari stundu, að segja af eða á um það, hvað ráðlegast sé í þeim efnum. En hitt þykist ég vita, að okkur sé miður hollt, að ganga þar til salar sem andlegir og fjárhagslegir beiningarmenn. Það þykir sóma hverjum manni, að ganga uppréttur þar sem hann fer. Það sama gildir um þjóðir. Íslendingar eru sem stendur hokin þjóð; þeim er vissara að rétta úr kútnum áður en þeir ganga til mannfagnaðar í höllum sem þeir eiga ekki að venjast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þegar farið er eftir skilyrðum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, eru líkur á að allt fari hér á hliðina áður en skánar. Segja þá mætir hagfræðingar að þá komi peningamenn erlendis frá og kaupi upp á lágu verði það sem arðbært sé. Við getum hugsað okkur orkuna. Verður hérna mikil eignatilfærsla?
Rósa (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 08:31
Vel maelt hja ter Petur Hafstein. Menn turfa svo sannarlega ad na ad draga andann og lika ad retta vel ur ser adur en afdrifarikar akvardanir um adild eda ekki adild ad tessu Bandalagi eru teknar !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.