17.11.2008 | 22:19
Þakkarferð til Færeyja
Hannes Kristmundsson garðyrkjubóndi í Hveragerði fer gjarnan nokkuð ótroðnar slóðir í uppátækjum sínum. Auðvitað erum við Íslendingar, allir sem einn, þakklátir bræðrum okkar Færeyingum fyrir það göfuglyndi, sem þeir hafa sýnt okkur í raunum okkar síðustu vikurnar.En Hannesi nægði ekki að taka undir með öllum öðrum um ágæti Færeyinga, heldur ákvað hann að gera þeim heimsókn og sýna þeim þakklæti í verki. Á haustin rækta hann og kona hans, Sigurbjörg Gísladóttir, jólarósir. Og viti menn; nú um síðustu helgi, lagðist Hannes í nokkurt ferðalag til Færeyja og tók með sér 200 jólarósir, til að gefa á færeysk elliheimili. Ég flaut með.
Við flugum út á föstudaginn og komum aftur í dag. Gistum hjá þeim sæmdarhjónum, Ednu og Hilmari Höjgaard á Saltnsi á Austurey. Er ekki að orðlengja það; við hlutum allstaðar hinar bestu móttökur. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hannes Kristmundsson er og hefur alltaf verið flottur kall, sama má segja um þig Pjetur Hafstein Lárusson sakna þess að spjalla við þig, eða öllu heldur sjá þig og heyra. Með bestu kveðju Einar B Bragason Asíufari.
Einar B Bragason , 18.11.2008 kl. 09:33
Heyrið frá þessum Jólastjörnugjöf í morgun. Og undraðist ekki, að lesa um, að þar færu Sigurbjörg og Hannes fyrrum garðyrkjustjóri á Akureyri, vinir mínir.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.