Hagkvæmissiðferði?

Frumvarp dómsmálaráðherra um að gefa „smáþjófum" upp sakir, gegn því, að þeir afhjúpi stórþjófa, er vissulega hagkvæmt.  Ekki er að efa, að ýmsir kjósa að bjarga eigin skinni, með því að hjálpa til við fláningu annarra.

Kerfi sem þetta hefur lengi verið við lýði í Bandaríkjunum.  Ekki er þó vitað til þess, að glæpir í þvísa landi séu tiltakanlega færri en gengur og gerist.  En hvað sem segja má um „praktísku" hliðina á frumvarpinu, þá er hér farið út á hæpnar siðferðilegar brautir. 

Áður en frumvarpið verður að lögum þarf að svara tveimur spurningum: 

1.  Býr ekki sama eðli að baki þjófnaðar, hversu miklu, sem stolið er? 

2. Getur ríkisvald náðað þjóf, til að klófesta annan?

Sannleikurinn er sá, að þetta frumvarp virðist vera kattarþvottur.  Ef ríkisstjórnin hefði viljað koma lögum yfir þá menn, sem bera ábyrgð á núverandi ástandi, hefðu hún varla leyft þeim, og/eða nánustu aðstoðarmönnum þeirra, að starfa áfram innan bankanna, eftir að þeir voru þjóðnýttir.  Og meðal annarra orða; hafa menn ekki verið settir í gæsluvarðhald fyrir minni sakir, en að koma þjóð sinni á vonarvöl?  Ég er ekki einn um að velta þeirri spurningu fyrir mér; hún brennur á þjóðinni þessa dagana!

Frægt varð þegar bandaríska lögreglan reyndi að vinna gegn Al Capone og veldi hans. Það var m.a. gert með því að gefa smálgæpamönnum upp sakir gegn upplýsingum, sem leitt gátu til dómfellingar yfir meiri glæpamönnum. Vissulega kom þetta ýmsum skúrkum bak við lás og slá, en það sáði einnig fræjum spillingar innan lögreglunnar. Sumir segja að bandarískt samfélag hafi ekki enn bitið úr nálinni með það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver segir að þetta þurfi endilega að vera smáþjófar? Þeir geta hleypt í gegn stórþjófum líka.

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 07:06

2 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Vitanlega, enda hef ég orðið „smáþjófar" innan gæsalappa.

Pjetur Hafstein Lárusson, 14.11.2008 kl. 08:30

3 identicon

  Einhverntíma fyrir nokkuð löngu heyrði ég vísu sem var einhvernvegin svona:  Ef stelurðu litlu og standirðu lágt -í steininn sjálfsagt ferðu

 en stelirðu miklu og standir hátt- í stjórnarráðið  ferðu .

 Ekki veit ég tilefnið,en eflaust einhver skandall. Nú vantar gott rímorð í staðinn fyrir stjórnarráðið.

Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband