Siðferðilegt gjaldþrot

Stjórnmálamennirnir hamast nú við að telja þjóðinni trú um, að hugsanlega sé hægt, að koma henni út úr kreppunni á tiltölulega stuttum tíma ef hitt og þetta gerist eða gerist ekki.  Það má meir en vera, að við getum betlað okkur út úr fjárhagskreppunni á fáum árum.  En siðferðisgjaldþrotið, sem við blasir, ristir dýpra en svo, að það hverfi eins og hver annar banki í sýndarveruleika frjálshyggjunnar.

Hin andlega kreppa, sem gert hefur þjóðina að fórnarlambi lágkúrunnar á öllum hugsanlegum sviðum, jafnt menningar sem fjármála, mun taka sér bólfestu í komandi kynslóðum.  Ekki aðeins unga fólkið, heldur einnig þeir sem miðaldra eru,  hafa ýmist alla ævina eða lengst af hennar, látið á sér dynja menningarlegt hret.  Við höfum neitað að horfast í augu við eigin veruleika; framleiðendur amerísks lágmenningar efnis hafa séð okkur fyrir „andlegu" fóðri, þannig að veruleiki amerískrar lágmenningar er orðinn okkar eigin.  Sæmilega menntaðir Bandaríkjamenn sem hingað koma, vorkenna okkur fyrir ameríkaniserínguna. 

Eitt af því sem frjálshyggjumennirnir komu til leiðar, voru þjónustugjöld innan heilbrigðisþjónustunnar.  Ég minnist þess, að fyrir nokkrum árum kom fyrrverandi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna hingað í heimsókn.  Það var tekið við hann sjónvarpsviðtal.  Og hvað hafði hann til málanna að leggja?  Jú, hann varaði okkur sterklega við að taka okkur amerískt heilbrigðis- og tryggingarkerfi til fyrirmyndar.  Hlustaði Davíð og sveinalið hans?  Tæpast.

Egill Helgason var að birta á bloggi sínu, „Silfri Egils", hluta úr ræðu, sem Davíð Oddson flutti fyrir nokkrum árum yfir amerískum áheyrendum.  Það er aumkunarverð tala.  Lofrullan um markaðshyggjuna í þessari ræðu er slík, að maður fer að skilja, að þessi sami Davíð skyldi sem forsætisráðherra Íslands láta sér sæma, að flytja hátíðarræðu við opnun fyrstu McDonaldsbúllunnar á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það sem er í gangi er að Íslendingar skrifuðu undir EES samninginn. Með honum fengum við sömu aðstöðu og ESBlöndin að mestu leyti. Það vissu stjórnmálamenn´og þeir sem notuðu þann samning. (ÞEIR ÁTTU AÐ VITA ÞAÐ, ENDA NOTAÐI “ÚTRÁSIN” ÞAÐ).

Með undirskriftinni gengust íslendingar undir það að íslendingum (...og íslenskum bönkum) væri ekki mismunað ( VEGNA ÞJÓÐERNIS).

Nú vilja ÍSLENSK STJÓRNVÖLD MISMUNA ÍSLENSKUM OG ERLENDUM SPARISJÓÐSEIGENDUM HJÁ SAMA FYRIRTÆKI!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:12

2 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

því miður er þetta rétt hjá þér.

Pjetur Hafstein Lárusson, 10.11.2008 kl. 19:20

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Pjetur, þú hefur líka rétt fyrir þér...þetta er siðferðilegt gjaldþrot (eins og "Ísraelar" þykjast heimamönnum Palestínu fremri t.d.)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:34

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kære modtager,

Jeg er en Islanding. Jeg har været kunde i Roskilde bank i mange aar, naar jeg
boede i Danmark. Nu er jeg flyttet tilbage til Island og har boet her siden
2004.

Jeg vil gærne spörge om jeg kan igen have en konto i DK, hos jer?

Situasjonen her í Island er forfærdelig med denne værdilöse krone som vi har!

Et halvt aar siden var ein Dkr 11 isl.kroner, nu er den næsten 23!

Ingen her vil længere have denne toiletpapir for en valuta, saa jeg haaber jeg
kan have en konto hos jer?

Kærlig hilsen,
Anna Benkovic Mikaelsdóttir

PS; Mit CPR-numer i DK er 181163-2364

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:47

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Á eftir hreti kemur góðviðrið. Ætlaðirðu annars að segja hrat? Eða kannski bara frat?   

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.11.2008 kl. 22:24

6 identicon

Flottur pistill!

Valsól (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:49

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fín ádrepa Pjetur.

Það er búið að prenta ógrynni af Jöklabréfum.

Ráðamenn þjóðarinnar eru eins og bísar um allan heim að slá lán. Vanamál þjóðarinnar felast ekki í því að fá ekki nóg lán. Við höfum nóg af þeim enda skuldugasta þjóð í heimi. 

Sigurður Þórðarson, 11.11.2008 kl. 05:31

8 Smámynd: Agla

Ég held að það sé fullsnemmt að hafa áhyggjur út af greiðslum af lánunum sem Ráðamennirnir frægu eru að reyna að betla úr.

Ég þess engin merki að neinn vilji lána þeim Krónu!

Agla, 11.11.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband