9.11.2008 | 16:28
Er sannleikurinn fjölmiðlanna?
Því miður er svo að heyra á ýmsum, að sú ranga mynd, sem fréttastöfur stjónvarpsstöðvanna, sérstaklega Stöðvar 2, draga upp af mótmælunum á Austurvelli, sé tekin trúanleg. Auðvitað vita allir, hverjir eiga Stöð 2. Er eitthvað nýtt við það, að lítt djarfir menn þjóni herrum sínum?
Ég var sjálfur vitni að því, eftir Austurvallarfundinn, að ungir drengir köstuðu eggjum á Alþingishúsið. Enda þótt ekki sé hugsað stórt, þar innan veggja nú um stundir, þótti mér þetta leitt. Þrátt fyrir allt, er þinghúsið tákn þess lýðræðis, sem ég vil efla. Þess vegna tók ég nokkra af þessum drengjum tali. Þetta voru frískir peyjar. Þegar ég spurði þá, hvers vegna þeir væri að kasta eggjum á þinghúsið, svöruðu þeir því til, að það hlustaði enginn á þá; þess vegna væri eina ráðið, að kasta eggjum á þinghúsið.
Eftir nokkrar rökræður, tókst mér að sannfæra þá um, að jafnvel þótt ráðamenn hlustuðu ekki á þá, þá væri orð þeirra mikils virði, meðan eggjakastið skilaði engum árangri. Ég benti þeim á að blogga. Þeir tóku vel í það.
Við rökræddum! Skríll rökræðir ekki. M.ö.o., þessir drengir eru fyllilega þess verðir, að á þá sé hlustað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Pjetur, alveg er ég sammála þér um að það bætir ekkert að grýta Alþingishúsið, tákn lýðræðisins, eggjum. Þú átt þakkir skildar fyrir að hafa rætt við piltana og þeir eru þér örugglega þakklátir líka fyrir að hafa bent þeim á aðra leið til að losa um reiði sína.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.11.2008 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.