8.11.2008 | 18:58
Þúsundir mótmæla á Austurvelli
Þúsundir manna mótmæltu spillingu valdastéttarinnar á Austurvelli í dag. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir, var Bónusdula dregin að húni á þaki þinghússins. Þar voru tveir ungir ofurhugar að verki. Því miður kom til nokkurra óeirða, og kastað ungt fólk eggjum á þinghúsið, eða eins og fréttastofa Stöðvar 2 orðaði það "saurgaði unga fólkið þinghúsið" með þessum hætti. Ég ætla ekki að mæla þessum ungæðingshætti bót. En hversu mjög hafa stjórnmálamenn ekki saurgað lýðræðið innan veggja þinghússins á undanförnum árum? Má vera, að eigendum Stöðvar 2 hugnist ekki, að fjallað sé um það.
Fyrir Austurvallarfundinn var haldinn fundur í Iðnó. Þar sátu nokkrir stjórnmálamenn fyrir svörum; nöfn þeirra skipta ekki máli. Þetta var aumkunarvert fólk. Það reyndi að kjafta sig frá óþægilegum spurningum fundarmenna með ómerkilegum útúrsnúningi. Uppskeran var hlátur, frammíköll og píp. Fundarsköp alþingis mæla fyrir um það, að þingmenn ávarpi hvern annan sem "háttvirtan" og ráðherrar skulu ávarpaðir sem "hæstvirtir". Í Iðnó voru þingmennirnir hins vegar sýnilega lægsvirtir; allir sem einn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki erfitt Pjétur minn að finna viti borinn mótmæli i sögunni sem fóru algerlega prúðmannalega fram? Er ekki einmitt háskinn sem gerir fyrirbæið mótmæli svona öglugt vopn?
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.11.2008 kl. 20:17
Hvað fannst ykkur um að Logi Bergmann fréttamaður á Stöð tvö hóf fréttalestur um að Páll Óskar hefði haldið tónleika fyrir börnin á Nasa á þessum orðum..."Og meðan fullorðna fólkið grýtti eggjum í alþingishúsið skemmti Páll Óskar...
Ef þetta er ekki fréttastýring af verst sort þá veit ég ekki hvað...fjölmiðlar þessa lands eru algerlega að missa allan trúverðugleika. Allan!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.11.2008 kl. 20:23
Við því er ekkert að gera, ef Logi Bergmann vill sökkva niður á plan stjórnmálamannanna.
Pjetur Hafstein Lárusson, 8.11.2008 kl. 21:10
Þetta er skemmtilegt innlegg í umræðuna.
Jóhann G. Frímann, 8.11.2008 kl. 23:14
Þetta var góður fundur í Iðnó en mikið svakalega voru stjórnmálalufsurnar frá Framsókn og Sjálfstæðisflokki aumar. Ég næstum því vorkenndi Valgerði! En bara næstum því.
Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 13:07
Hvar er gamli byltingarmaðurinn í þér, Pétur elsku vin? Er hann horfinn bak við heysátu?
Bergur Thorberg, 9.11.2008 kl. 13:14
Sammála Bergi, finndu nú fyrrv. nágranna þinn sem í denn gekk um Austurstræti og bauð Neistann til sölu.
Sverrir Einarsson, 9.11.2008 kl. 19:57
Andra Snæ Magnason sem forsætisráðherra!
Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.