Burt með allar ímyndir - horfum í spegilinn

Ég var að hlusta á Ríkisútvarpið, Rás 1 í morgun.  Þar var einhver kona, að hvetja til þess, að listamenn hjálpuðu þjóðinni, að skapa nýja ímynd.

Þurfum við ímynd?  Afsakið, ég hélt, að það væri einmitt ímyndasmíðin, sem hefði dregið okkur niður í svaðið.  Og ekki vantar, að ýmsir listamenn hafi tekið þátt í því, liggjandi eins og hundar flatir fyrir auðfurstunum. 

Nei gott fólk, þessi þjóð þarf spegil, sem sýnir hana eins og hún er; ekki ímynd til að fegra hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri gamli vinur.  Þörf athugasemd og skörp eins og þín er von og vísa.

Bestu kveðjur í bæinn.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband