Ráðum útlendinga í landsstjórnina

Sjálfstæðisbarátta þjóða getur tekið á sig undarlega mynd.  Svo mótsagnakennt, sem það kann að hljóma, þá á íslenska þjóðin nú í sjálfstæðisbaráttu gegn spilltri, innlendri valdastétt.  Þeirri stétt þarf að henda á öskuhauga sögunnar; þar á hún heima og hvergi annars staðar.  En til þess, að svo megi verða, þarf að fara ýtarlega í saumana á starfsemi valdastéttarinnar undan farin ár.  Það þarf að afhjúpa bankakerfið, verslunareinokunina, vanhæfni fjölmiðlanna í tengslum við eigendur þeirra og síðast en ekki síst stjórnkerfið.

Hvernig má það vera, að framkvæmdavaldið er jafn sterkt á Íslandi og raun ber vitni?  Hvers vegna er alþingi ómerkileg afgreiðslustofnun?  Hvar voru opinberar eftirlitsstofnanir með fjármálakerfinu, meðan allt fór í hundana?

Ef Ísland á að lifa sem sjálfstætt ríki, verður að fá svör við þessum spurningum og mörgum fleiri.  Ísland er land kunningsskapar og ættartengsla.  Öll venjuleg gildi stjórnsýslu og almannahagsmuna hafa jafnan orðið að víkja fyrir þeirri staðreynd.  Þess vegna verðum við að ráða erlenda sérfræðinga til að stjórna þessu landi næstu fimm árin eða svo.  Engum heilvita manni dettur í hug, að íslenska valdastéttin eigi að komast upp með það, að rannsaka sjálfa sig.  Burt með hana!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband