Fjölmiðlaeinokun

Jæja, þá hefur Jón Ásgeir Jóhannesson keypt upp 365-miðla og að auki gert sig gildan í útgáfu Moggans.  Meðreiðarsveinn hans, Hreinn Loftsson hefur svo keypt Dagblaðið og ýmis tímarit.  Það er svolítið kaldhæðnislegt, að nú siglir Jón Ásgeir, sem oft áður undir nýju flaggi; að þessu sinni fyrirtækis, sem hann kallar „Rauðsól".  Allir vita, að sólin er rauð, þegar hún hnígur. 

En þessi kaldhæðnislega gamansemi Jóns Ásgeirs, er ekki aðalatriði málsins, heldur hitt, að hann hefur nú náð tangarhaldi á nær öllum fjölmiðlum landsins. Ríkisútvarpið er eini fjölmiðilinn sem eftir er, og nær til allra landsmanna. 

Frjálshyggjumenn hafa lengi farið mikinn í áróðri sínum gegn Ríkisútvarpinu og talað um alla hina fjölmiðlana, sem „frjálsa fjölmiðla".  Frá hverjum eru þeir frjálsir; tæpast eigendum sínum.

Þessi nýja staða í fjölmiðlaheiminum hlýtur að vera fagnaðarefni Ólafs Ragnars Grímssonar, sem forðum tíð neitaði að undirrita lög, sem hamla áttu fámennisstjórn í fjölmiðlaheiminum.  Og tæpast grætur Samfylkingin stöðu mála.  En lýðræðissinnar hljóta að hugsa sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband