4.11.2008 | 21:51
Treysta valdsmenn á blindni almennings?
Það vakti mikla hneykslan almennings um daginn, þegar upp komst, að núverandi og fyrrverandi ríkissaksóknari höfðu tekið að sér gagnasöfnun, sem hugsanlega gat leitt í ljós saknæmt athæfi sona þeirra. Nú hefur annar þessara manna, Bogi Nílson, fyrrverandi ríkissaksóknari dregið sig út úr þessu verkefni. Það verður að teljast skynsamleg ákvörðun.
En sjaldan er ein báran stök. Nú hefur komið í ljós, að yfirmenn í gamla Kaupþingi hafi, skömmu fyrir gjaldþrot bankans, verið leystir undan greiðsluskyldu vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Flest af þessu fólki starfar við nýja Kaupþing. Þetta er önnur og öllu léttbærari lausn mála, en öðrum skuldunautum bankans veitist.
Með tilliti til þess kunningjasamfélags, sem hér ríkir og þess, hversu alvarlegt mál er hér um að ræða, er nauðsynlegt, að erlendir rannsóknarmenn veriði fengnir til, að fara ofan í saumana á þessu máli. Íslensk yfirvöld, hverju nafni sem þau nefnast, njóta ekki lengur trausts almennings. Það er kjarni málsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir hljóta að líta á almenning sem idíót. En þeir líta auðvitað ekki á sjálfa sig sem almenning. Þetta er fínt fólk, yfir aðra hafið, og þegar það stelur er það list.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.11.2008 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.