Aðsendur pistill - þörf lesning

Eftirfarandi pistill  barst mér í hendur og fékk ég góðfúslegt leyfi höfundar til að birta hann á bloggsíðu minni.

             

 Hámenntuð þjóð?

  • Við vöxt bankanna hér á landi undangengin ár hefur lítið verið
    gert til að gæta að hagsmunum viðskiptavina þeirra og
    almennings. Allar þær almennu leikreglur sem miða að auknu
    öryggi fólksins í landinu voru settar til hliðar. Tryggt var að
    eftirlitsstofnarnir væru veikar og nægilega veikar til að þær
    gætu ekki gert kröfur til bankanna eða tafið vöxt þeirra.
     

  • Allt var veðsett svo koma mætti með fé inn í landið en
    gríðarlegur vöxtur bankanna byggði m.a. á veðsetningu eigna
    í sjávarútvegi.

  •  Svipaðir atburðir höfðu áður gerst hér eða þegar siðareglur
    voru settar til hliðar árið 1998 svo deCODE fengi tækifæri til
    að búa til verðmæti úr heilsufarsupplýsingum. Ekkert skildi
    tefja við “sköpun” söluafurða. Siðanefndir voru settar af og
    nýjar skipaðar fólki sem ekki myndi þvælast fyrir.
    Ríkisbankarnir voru látnir kaupa hlutabréf í nýja fyrirtækinu til
    að undirstrika velþóknun stjórnvalda og senda skilaboð til
    fólks um að veðja á það sama.

  •  Peningar hafa flætt um þjóðfélagið með viðeigandi áhrifum á
    hugsun manna og dómgreind. Ekki hefur verið gerður
    greinarmunur á þeirri “mötun” sem flestir skólar sjá um og
    þeirri fræðslu og gagnrýnu hugsun sem þeir ættu að sinna.
    Því þarf ekki að undra þó stefna Háskóla Íslands sé að skólinn
    verði meðal 100 “bestu” háskóla heimsins. Lítið hefur borið á
    umræðu um afleiðingar óraunhæfra markmiða.

  • Nú hefur flæði peninganna stöðvast eins og sést í úthverfum
    borgarinnar þar sem hálfrisnar byggingar marka jaðar
    rennslisins. Byggingar sem byrjað var á án tillits til hvort
    einhver þyrfti á þeim að halda. Fáeinir töldu sig geta grætt á
    þessu en heildarmyndin var aldrei skoðuð enda ekki gróðavon
    í því. Nú er tapið allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband