1.11.2008 | 16:30
Frestum ekki uppgjörinu
Allar götur síðan bankarnir fóru á hausinn hafa stjórnmálamenn klifað á því, að lýðurinn eigi að standa saman og ekki hugsa um það, sem gerst hefur, fyrr en í óljósri framtíð. Hvað þýðir þetta á mannamáli? Hingað til hefur því verið haldið fram, að það sem helst greini manninn frá dýrum merkurinnar, sé það, að hann læri af reynslunni en þau ekki. Eru stjórnmálamennirnir að fara þess á leit við fólk, að það afsali sér mennsku sinni?
Við köllum okkur skynsemisverur. Eigi að síður er það ekki skynsemin, heldur tilfinningin, sem er upphaf allra hluta. Við notum skylsemina, til að móta okkur afstöðu út frá tilfinningum okkar. Og sannleikurinn er sá, að þjóðin er brjáluð út í stjórnmálamennina, útrásarlýðinn, forsetann og allt heila klabbið. Þetta fólk á engan rétt á því, að gjörðir þess séu ræddar einhvern tíma seinna. Það er öllum fyrir bestu, að sú umræða komist án tafar upp á yfirborðið. Skynsemin mun þá taka við af tilfinningum, sem fólk hefur ekki stjórn á. Uppgjör í þjóðlífinu er óumflýjanlegt og það er alvarlegt mál, að reyna að draga það á langinn, eins og þeir krefjast nú, sem betur hefðu fyrr hugað að eigin gjörðum og aðgerðarleysi.
Hvað skyldi liggja að baki kröfu þeirra? Ég held, að þeir haldi í vonina, um að enn einu sinni muni þjóðin gleyma því, sem yfir hana hefur gengið. En það er tálvon; bikarinn er fullur!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður og þarfur pistill!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.