Hrun Sjálfstæðisflokksins yfirvofandi?

Ég verð að játa, að ég er ekkert sérstaklega trúaður á, að Vinstri-grænir verði stærri flokkur en Sjálfstæðisflokkruinn eftir næstu kosningar, hvað sem líður síðustu skoðanakönnun.  Samt sem áður sýnist mér, að Sjálfstæðismenn mættu fara að hugsa sinn gang.  Lengst af frá lokum síðari heimsstyrjaldar hafa þeir verið forystuafl íslenskra stjórnmála.  Eiginlega hefur flokkurinn verið sambærilegur við Kristilega demókrata á Ítalíu, þ.e., eins og sá flokkur var, lengi vel.  Og allir vita hver örlög hans urðu; hann sprakk í loft upp. 

Jafnvel í forystuliði Kristilega demókrataflokksins á Ítalíu var að finna ágætis fólk, eins og t.d. Aldo Moro, sem myrtur var af vinstri sinnuðum öfgamönnum.  Engu að síður varð flokkurinn með tímanum gjörspilltur.  Þess vegna renndu kjósendur einfaldlega yfir hann strokleðri sögunnar.  Hann var þurrkaður út, eins og hver önnur stafsetningavilla á prófblaði.

Ég er sannfærður um það, að ef Sjálfstæðismenn losa sig ekki undan ægivaldi Davíðs Oddssonar og annarra hægri sinnaðara öfgamanna, þá býða flokks þeirra sömu örlög og Kristilega demókrataflokksins á ítalíu.  Almenningur kemur ekki til með að uppfylla frómar óskir Geirs Haarde um að huga ekki að því, hvers vegna kreppann kemur harðar niður á Íslendingum en öðrum þjóðum.  Hann krefst skýringa.  Án hófsamrar flokksforystu og trúverðugs endurmats á „frjálshyggjunni" mun sú skýringarleit gera út af við flokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Ingi Gíslason

Það er betra að þegja og vera talinn fáviti en að tala og taka af allan vafa.

Ef þið eruð með þetta allt á hreinu afhverju eru þið þá ekki að stjórna landinu?

Óskar Ingi Gíslason, 1.11.2008 kl. 05:05

2 identicon

Eru virkilega allir búnir að gleyma ráðherratíð Steingríms J þegar hann féll í lágkúru framssóknar.

hann (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband