Skynsemisskortur valdsmanna?

Ísland er kunningjasamfélag. Þetta vita allir en of margir njóta þess, til að um það sé fjallað að viti.  Nú er verið að fara yfir gögn tveggja útrásarfyrirtækja, sem áttu í viðskiptum við Kaupþing og Glitni.  Annað þessara fyrirtækja er Exista, en forstjóri þess er sonur ríkissaksóknara.  Hitt fyrirtækið er Stoðir, en framkvæmdastjóri lögfræðisviðs þess fyrirtækis er sonur fyrrverandi ríkissaksóknara.  Og viti menn; bæði núverandi og fyrrverandi ríkissaksóknari vinna að rannsókn málsins.

Að þeirra sögn eru þeir aðeins að safna gögnum og því teljist þeir ekki vanhæfir.  Og dómsmálaráðherra lýsir því yfir, að þeir séu  hæfir til að meta eigin stöðu í þessu tilfelli. 

Rannsókn þessara mála er á frumstigi.  Það ber að leggja áherslu á, að menn teljast saklausir, þar til þeir hafa verið dæmdir sekir að lögum.  En með ofangreindu háttalagi er valdastéttin að senda fólki langt nef.  Auðvitað ætti þetta aldrei að sjást, síst nú á tímum, þegar þjóðin krefst þess að stjórnkerfið, hverju nafni sem það nefnist, sé hafið yfir gagnrýni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband