Fórn bankastjórans?

Bankastjóri KB-bankans hefur tilkynnt, að hann muni fara þess á leit við bankastjórnina, að laun hans verði lækkuð um 200.000 krónur á mánuði, eða „niður í" 1.750.000 krónur.  Mun þetta gert, til að samræma laun hans launum annarra ríkisbankastjóra í landinu.  Athyglisvert er, að launlækkunin ein nemur þokkalegum verkamannalaunum, miðað við það, sem gengur og gerist.

Ekki ætla ég að draga í efa hæfni bankastjóra hinna nýju ríkisbanka.  Hún verður einfaldlega að koma í ljós.  Hins vegar er vitað, að laun manna í slíkum stöðum hafa hingað til verið rökstudd, m.a. með mikilli ábyrgð.  Um þá rösemdafærslu þarf einfaldlega ekki að ræða, úr því sem komið er.  Hún fær einfaldlega ekki staðist og hefur aldrei gert það. 

Önnur rök, sem notuð hafa verið til að rökstyðja hálaunastefnu meðal yfirmanna í bankakerfinu, eru þau, að þeir verði að vera það fjárhagslega sterkir, að það sé hafið yfir allann vafa, að þeirra eigin hagur hafi áhrif á ákvarðanir þeirra varðandi störf þeirra í bönkunum.  Þessi rök fela í sér grófar aðdróttanir í garð viðkomandi yfirmanna og eru því með öllu tilefnislausar að óreyndu.

Það er enginn að krefjast þess að  bankastjórar lepji dauðann úr skel, frekar en aðrir.  Þeir eiga meira að segja, að hafa þokkalegar tekjur.  En þær verða að vera í vitrænu og tilfinningalegu samhengi við þær aðstæður sem ríkja í þjóðfélaginu; sér í lagi nú um stundir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi 200.000 eru nú bara tveir þriðju af mánaðarlaunum mínumþannig að ég vorkenni honum nú ekki mikið

Ómar Þór (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 02:18

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Geir rökstuddi þessi laun með því að þarna væri verið að taka mið af fyrirtækjum í einkarekstri. Fannst víst í lagi að þeir væru með meiri laun en hann sjálfur, fyrst svo væri (Ísland í dag, Stöð 2 nýlega, man ekki hvaða dag).

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2008 kl. 21:09

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Enn einn Finnur! 

Er þetta ekki gæinn sem setti Icebank á hausinn?

Ég heyrði þá skýringu að þeir hefðu keypt hlutabréf í Kaupþingi og Existu sem lækkuðu.  Ari Teitsson tók enga sjensa og sparisjóðurinn hanns nýtur góðs af því. 

Sigurður Þórðarson, 26.10.2008 kl. 21:47

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Eintómt baktjaldamakk og svik. Oj

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband