22.10.2008 | 14:06
Forsetakjör A.S.Í.
Nú stendur fyrir dyrum forsetakjör Alþýðusambandsins, en Grétar Þorsteinsson lætur af störfum á þingi samtakanna nú í haust. Tveir eru í kjöri til forseta, varaforseti sambandsins og hagfræðingur þess. Ekki skal gert upp á milli þeirra hér, sem einstaklinga. Hitt er ljóst, að mikilvægt er, að forystulið verkalýðshreyfingarinnar komi úr hennar röðum. Vissulega þarf hún á sérfræðingum að halda, þ.á.m. hagfræðingum. En það fer best á því, að þeir séu í hlutverki ráðgjafans, ekki leiðtogans. Alþýðusambandið kaus sér eitt sinn hagfræðing sinn í forsetastól. Telja menn ástæðu til að endurtaka það?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ingibjörg kemur úr Sjálfstæðisflokknum.
Hún var yfirmaður á vinnustað hjá Flugleiðum, verður trúnaðarmaður og fer þaðan í skrifstofustarf hjá ASÍ.
Hún er ekki verkalýðssinni, heldur er hún ein af þeim þægu konum sem Sjálfstæðisflokkurinn leyfði að komast upp á dekk.
Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 14:29
Kjósum bara Pjetur í formanninn og mig í varaformanninn. Kannski kemst ég ekki að þar sem ég er flokkslaus (sem betur fer). Bernskubrek teljast ekki með.
Sverrir Einarsson, 22.10.2008 kl. 17:45
Blessuð Rósa.
Ég tek enga afstöðu til þessara frambjóðenda, sem einstaklinga. Það sem er að tala um, er það grundvallaratriði, að verkafólk kjósi sér leiðtoga úr eigin röðum.
Kveðja,
Pjetur Hafstein Lárusson, 22.10.2008 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.