Flúinn land

Góðir landsmenn.

Á þessum síðustu og verstu tímum, þegar við neyðumst til að horfa í eigin spegilmynd, blasir við okkur sjón, sem við hefðum helst kosið, að líta aldrei augum, nema þá í dýragarði.  Hin kynborna víkingaþjóð, já, af konungakyni með skáldablóð fossandi í æðum, reyndist þá eftir allt saman, apar í búri eigin græðgi og sjálfsblekkinga.  Útrásarhetjurnar, rómaðar í bak og fyrir, ekki síst á ónefndu höfuðbóli á Álftanesi, liggja nú flatar, með skottið milli lappanna og önnur hetja, sem forðum stýrði landi og þjóð, fer nú fram með hjali einu undir styttu Ingólfs á Arnarhóli.

Þegar svo er komið, er ekki nema um eitt að ræða, að koma sér um borð í næstu flugvél og yfirgefa hólmann.  Ég er svo heppinn, að hafa verið boðið til Madríd í tilefni af útkomu bókar, með norrænum glæpasögum, þýddum á spænsku.  Sjálfum var mér ókunnugt um, að ég hefði skrifað glæpasögu; engu að síður er þarna að finna slíka sögu eftir mig.  Hvers vegna?  Jú, auðvitað vegna þess, að sagan, sem af minni hálfu var skrifuð sem raunsæissaga um íslenskt samfélag, reyndist vitanlega vera glæpasaga. 

Þjóð mín, þjóð mín, forðastu spegilinn, ég bið þig, forðastu spegilinn og haltu áfram að ganga þína draumvegu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gangi þér vel. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.10.2008 kl. 02:44

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vonandi nærðu að skrapa saman nógu mikinn gjaldeyri í þessa miklu útrás, Pjetur minn.

Í því flata landi Hollandi er á hinn bóginn meira um vindmyllur en á Spáníá.

Góðar kveðjur,

Þorsteinn Briem, 11.10.2008 kl. 14:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, það er grösugt og blómlegt, Hollandið. Og margar þar blómarósir samtýnis, Óli minn Skorrdal.

Þorsteinn Briem, 12.10.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband