Dapurlegur "fréttaflutningur" Stöðvar 2

Það var heldur dapurlegt, að horfa á fréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöldi.  Nokkrum dögum áður hafði Davíð Oddson gantast með það, að gengisvísitalan væri þá 178, sem að hans sögn samsvarar sentimetrafjölda hans sjálfs frá hvirfli til ilja.  Í gær var þessi vísitala kominn upp í 200.  Fréttamenn Stöðvar 2 fluttu fréttina, með því að fara í skóbúð, til að athuga, hvort þar mætti finna nógu háhælaða skó á Davíð, til að hann næði 200 sentimetrum.  Það gekk ekki.  Þá fóru þeir í bókaverslun og stöfluðu þar upp bókum í þá hæð, að stæði títtnefndur Davíð uppi á þeim, næði hann 200 sentimetrum.

Davíð Oddson hefur gaman af, að viðra fyndni sína.  Það er hins vegar ekki hlutverk blaðamanna, að gera umdeilanlega kímnigáfu að aðalatriði fréttar, allra síst um jafn alvarleg mál, og efnahagsmál eru nú um stundir. 

Það fer ekkert milli mála, hverjir hafa húsbóndavaldið á 365 miðlum (þegar þetta er skrifað) og þar með Stöð 2.  Eigi að síður er það hlutverk fréttamanna, að segja fréttir; ekki að stunda leikaraskap í fréttatíma, eins þótt fjallað sé um orð manns, sem telst ekki í vinahópi húsbænda þeirra. 

Efnahagslíf þjóðarinnar krefst alvarlegrar umræðu; ekki galgopaháttar, hvorki af hálfu seðlabankastjóra eða fréttamanna Stöðvar 2.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég þoli ekki grín.  Allra síst núna á þessum tímum þegar Bubbi hefur misst allt og Geir Haarde er að gera góða hluti.  Svo er ég alveg sammála síðasta ræðumanni eins og alltaf.

Björn Heiðdal, 3.10.2008 kl. 03:07

2 identicon

Þetta er dapurleg lágkúra hjá 365. Ég verð nú bara að viðurkenna að ég sé ekki eftir þessum miðli fari hann á hausinn eins og allt bendir til.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 05:49

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er ekki furðumargt líkt með Davíð og Neró þeim sama og spilaði á hörpu þá Róm brann? Báðir ku vera skáldmæltir og eiga það sameiginlegt að fara allt of geyst í framkvæmdir. Þeir skilja við samfélagið í gjörsamlegu uppnámi hvor um sig. Að vísu hefur ekkert hús brunnið í Reykjavík að þessu sinni en nú eru virkilega varhugaverðir tímar runnir upp. Spurning hvort til sé einhver gjaldeyrir afgangs til að kaupa nauðsynjar eins og olíuvörur á flotann, flugvélar og alla bensínháka þjoðarinnar.

Kveðja austur yfir Fjall.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.10.2008 kl. 09:37

4 identicon

Er ekki allt í lagi þó að fólk reyni að lífga aðeins uppá svartsýni þjóðarinnar með einhverju vitlausu gríni? Fréttin var sögð, gengisvísitalan kom fram, bara kannski á aðeins skemmtilegri hátt en ella... Eða hvað? Eigum við öll bara að liggja í niðurdrepandi sorg og svarstýni yfir stöðu íslenska efnahagslífsins?

Annars hef ég lítið að segja um stjórnendur 365 eða hvaða fyrirtæki eiga það skilið að fara á hausinn. Ég ætla að reyna mitt besta til að halda mér bara í sólinni. :)

Fröken Bjartsýn (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 12:36

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Góður Pjétur!
Gleymdu því þó ekki að það eru að störfum bæði fréttamenn og fréttastjórar.

Júlíus Valsson, 3.10.2008 kl. 13:16

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Heims-enda-spámenn er dapurlegt fyrirbæri, en þeir spretta alltaf upp eins og gorkúlur, ef tækifæri gefst til. Þessi frétt var "dapurleg" eins og þú bendir á Pjetur og átti heima í Spaugstofunni, en ekki í fréttatíma sjónvarpsstöðvar. Hugsanlega lýsir svona fréttamennska sjálfsáliti Stöðvar tvö ?

Alvarlegra mál er, að heims-enda-spámenn birtast í hópi "fræðimanna" og áberandi dæmi er Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Í heilt ár, hefur hann gengið lengra í hrakspám sínum, en allir aðrir heims-enda-spámenn sem ég þekki til.

Að vísu hafa margar spár hans rætst, en ástæðan er einfaldlega sú að ástand efnahagsmála hefur farið versnandi og við þær aðstæður hlaut eitthvað að rætast hjá Gylfa og því hampar hann. Hann er hins vegar fljótur gleyma þeim spádómum sem reyndust rangir, svo ekki sé minnst á rangfærslur og staðreyndafalsanir.

Nú reynir á drengskap manna, samheldni og þol. Heims-enda-spámenn á sviði efnahagsmála munu hljóta makleg málagjöld, því að þeir eru að vinna þjóðinni mikið ógagn.

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.10.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband