Steinn Steinarr LXVI

Í „Ýmsum kvæðum" Steins birtist stutt ljóð, sem hann kallar einfaldlega „Afmælisvísu" og lætur þess getið innan sviga fyrir neðan titil, að ort sé til fornbókasala.  Kvæðið er svona:

 

Nú er dimmt á Núpufelli,

nú er hljótt um Skálholtsstað,

Hólar gömlu í hárri elli

horfa á prest sinn mylja tað,

loks er andinn lagður að velli,

ljósið slokknað - nóg um það.

 

En þú, sem kátur kaupir og selur

kverðin fornu snjáð og lúð,

veizti, að hljóðlát hjá þér dvelur

heimsins gleymda tign og skrúð?

Á meðan pening minn þú telur

mundu að þetta er ódýr búð.

 

Svo mörg voru þau orð.  Lengi hefur mig langað til að vita, um hvern sé ort.  Helst dettur mér Guðmundur Gamalíelsson í hug í því sambandi, en hann rak um langt skeið fornbókaverslun í Lækjargötu 6A.  Síðar tók Jóhann Pétursson rithöfundur, oftast kenndur við vitavörslu, við þessari verslun og gæti svo sem einnig komið til greina í þessu sambandi.  Er einhver lesandi svo fróður, að geta svalað forvitni minni? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Bara að láta vita að ég les alltaf pistla þína Stein þó svo ég skilji ekki eftir spor. Afar fróðlegt og skemmtilegt..

Gulli litli, 13.9.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband