Steinn Steinarr LXI

Don Quijóte ávarpar vindmyllurnar

 

Ég, hinn aumkunarverði riddari réttlætisins,

ég, hinn hörmulegi og skoplegi verjandi sakleysisins

segi við yður:

 

Sjá!

Hér mun nú barizt verða.

 

Minn Herra gaf mér hatrið til lyginnar,

minn Herra kenndi mér að þekkja lygina,

hvaða dularbúningi sem hún býst.

 

Minn Herra léði mér fulltingi sannleikans,

hins hreina, djúpa, eilífa sannleika,

sem ég þó aðeins skynja til hálfs.

 

Með hálfum sannleika berst ég gegn algerri lygi.

***

Ha, pólitík? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg afskaplega lélegt ljóð.

Arngrímur (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 04:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband