Solzhenitsyn allur

Sönn list er fórn.  Þetta er illskiljanlegt á Vesturlöndum nú um stundir, þegar listamenn, þar með taldir rithöfundar, berast sem í leiðslu að fórnarstalli hégómans. 

Alexander Solzhenitsyn, sem nú er allur í hárri elli, var aldrei í vafa um, að allur hégómi yrði að víkja fyrir háleitari markmiðum.  Hann var skilyrðislaus þjónn hins frjálsa mannsanda.  Kommúnistum dugði hvorki að senda hann í Gúlakið né gera hann útlægan frá föðurlandi sínu, sem hann unni svo mjög.  Og þegar hann snérist gegn yfirboðrsmennsku hins vestræna borgaraskapar, tókst ekki að þegja hann í hel, þrátt fyrir ötula viðleitni. 

Solzhenitsyn var skilyrðislaus fjandmaður alls valds.  Þess vegna var penninn sverði hvassari í höndum hans. 

Fáir trúa því, en þó er það satt, að vinsælustu rithöfundar Vesturlanda nú um stundir, sætta sig við beina ritskoðun markaðsaflanna.  Heilu kaflarnir eru teknir úr handritum þessara höfunda og öðrum breytt, ýmist til að verkin falli útgefendum í geð, eða beinlínis til þess, að þau verði auðmeltari og seljist því betur.  Flestir stærri bókaútgefendur hafa sérmenntaða ritskoðara á sínum snærum.  Og þykir ekki tiltökumál.

Stalín er ekki hér er titill á leikriti eftir Véstein Lúðvíksson.  Nú jæja, hvar er hann þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Er Stalin ekki bara á Ströndum, hann er sem betur fer ekki hér í Gettóinu í tjöruborg.

kv austur yfir heiði

Sverrir Einarsson, 5.8.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband