Helsi

Ó, lukta sál

hve frjáls er login stund,

er gengur þú

á blekkinganna fund?

 

En líkt og skurnin

hylur eggsins kjarna,

að sönnu frelsi lygin

mun leið þér varna.

 

Því allt er goldið

gulli jafnt sem tómi,

hvar myrkrið eitt

er hjartans skæri ljómi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ahh, Pjetur, ég tel stuðla stuðla að sterkari brag, eins og þó hugsunin er kjarnmikil í þessu lengst af. – Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 22.7.2008 kl. 01:31

2 Smámynd: Gulli litli

gaman...

Gulli litli, 23.7.2008 kl. 13:39

3 Smámynd: Gulli litli

að lesa átti að vera þarna.

Gulli litli, 23.7.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband