Færeysk sýning í Kirsuberjatrénu

Art - 6  klik for at se billedet i stor størrelse. Reguler  størrelse på vindue ved at trække i kanten

Þeim er ekki fisjað saman, stelpunum í Kirsuberjatrénu á Vesturgötu 4.  Það er ekki nóg með, að þær hafi nýlega fengið verðlaun fyrir að varðveita innréttinguna úr Verslun Björns Kristjánssonar, sem sá merki þúsundþjalasmiður rak þarna áratugum saman og aðrir eftir hans dag.  Nei, um nokkurt skeið hafa þær rekið lítinn en notalegan sýningarsal bak við búiðina.  Hann lætur ekki mikið yfir sér, en stendur fyrir sínu.

 

Í dag opnaði færeyski myndlistamaðurinn Hilmar J. Höjgaard sýningu á nítján málverkum þarna í Kirsuberjatrénu.  Eyjarnar, sjórinn, fólkið og fiskveiðarnar; barátta fólksins við oft óblíð náttúruöflin, sem stundum gera manninn sem leikfang í tröllahöndum, en veita honum frið og fegurð í næstu andrá; allt er þetta á sínum stað í myndum Hilmars.  Það er salt í þessum verkum og ólga.  Samt bera þær einnig með sér þessa rósemd, sem fylgir færeysku mannlífi, en við höfum löngu glatað í trylltum dansi okkar kringum gullkálfinn. 

 

Takið nú lífinu með ró, gott fólk og bregðið ykkur á þessa ágætu sýningu Hilmars J. Höjgaards í Kirsuberjatréinu.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband