7.6.2008 | 20:17
Steinn Steinar XLII
Sum skáld verđa samvaxin ljóđum sínum, önnur viđskila viđ ţau, eins og gengur. Í mínum huga er Steinn Steinarr eitt ţeirra skálda, sem ekki verđa greind frá ljóđum sínum, né ljóđin frá skáldunum. Önnur íslensk skáld sömu náttúru eru, svo dćmi séu tekin, eru séra Hallgrímur Pétursson, Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson. Svo eru ţađ hin skáldin, sem verđa viđskila viđ ljóđ sín, ekki vegna ţess, ađ skáldskapur ţeirra sé lakari en hinna, sem ađ ofan eru nefndir, heldur vegan hins, ađ ţjóđin hefur ekki sveipađ ţá dulúđ ţjóđsögunnar. Ţetta á m.a. viđ öndvegisskáld eins og Grím Thomsen og Jóhannes úr Kötlum. Ţrátt fyrir allt er lífshlaup ţeirra eitt, ljóđ ţeirra annađ. Svo eru ţađ skáld, sem einhvern veginn standa ţarna mitt á milli, til ađ mynda Hannes Hafstein, Davíđ Stefánsson og Tómas Guđmundsson. Mćtti nefna fleiri.
Mér er ljóst, ađ ţessi niđurröđun mótast eingöngu af mínu eigin hugarfari. Margir eru mér ţví vćntanlega ósammála. Vissulega vćri gaman, ef ţeir létu álit sitt í ljós. Vafalaust er til ađ mynda Davíđ frá Fagraskógi óađskiljanlegur frá ljóđum sínum í huga ófárra ljóđaunnenda. Og hvar skyldi Jóni úr Vör rađađ niđur í ţessu samhengi?
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Flest skáld eru miklu ómerkilegri persónur en ţau reyna ađ vera í ljóđum sínum.
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 8.6.2008 kl. 10:31
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.