Tónleikar með lögum við ljóð Steins

 

 

Ferð án fyrirheits - Jón Ólafsson

Prentmynd
Ferð án fyrirheits - Jón Ólafsson

 

Annað kvöld, fimmtudag og á föstudagskvöld kl. 20.00 fara fram tónleikar í Gamla bíói, „Ferð án fyrirheits" kallast þeir. Þar verða flutt lög við ljóð eftir Stein Steinarr.  Umsjón með dagskránni hefur Jón Ólafsson, en söngvarar verða þau  Hildur Vala, Ellen, KK, Helgi Björnsson, Þorsteinn Einarsson og Svavar Knútur.  Þeim til fulltingis verða  eftirtaldir hljóðfæraleikarar: Una Sveinbjarnardóttir, Helgi Svavar Helgason,  Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Guðmundur Pétursson, Hrafnkell Orri Egilsson, að ógleymdun Jóni Ólafssyni. 

Þarna verða flutt lög eftir Bergþóru Árnadóttur, Sigurð Bjólu,  Torfa Ólafs, Ragga Bjarna., Ingólf Steinsson, Magnús Eiríksson og Jón Ólafsson.  Sum laganna eru löngu landsþekkt, önnur ný.  Af þeim síðar nefndu má nefna lög við ljóðin „Grautur og brauð," „Í tvílyftu timburhúsi, „Blóm" og „Andvöku."

Tónlekarnir eru á vegum Listahátíðar og er hægt að kaupa miðja hjá henni.  (Verð 3.900 kr.)  Öll eigum við okkar Stein, en það sakar ekki að athuga, hvort þetta ágæta tónlistafólk varpar ekki á hann nýju ljósi.

Mætum öll!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Hvað er þetta maður, ef þú kemur í land á föstudag, þ.e. á morgun, nærðu seinni tónleikunum.  Þeir byrja klukkan 8 um kvöldið.

Pjetur Hafstein Lárusson, 29.5.2008 kl. 10:59

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Örugg mæting á föstudagskvöld, miðar í höfn og vonandi stórkostleg skemmtun með frábærum listamönnum!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 29.5.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þvílík vonbrigði ....

það var ekki uppselt á tónleikana í kvöld, þið sem ekki keyptuð ykkur miða ... þið misstuð af stórkostlegri skemmtun. Meiriháttar!  Jón Ólafsson og co eiga hrós skilið fyrir sérlega vandaða tónleika.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 30.5.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband