24.5.2008 | 15:33
Steinn Steinarr XXXVIII
Steinn Steinarr orti sér hvorki til fręgšar né žess veraldarframa, sem goldinn er meš žjónkun ķ von um endurgreišslu ķ gulli. Hann orti einfaldlega vegna žess, aš hann gat ekki annaš. Hann var uppreisnarmašur og oršin voru vopn hans, hvort heldur žeim var beitt ķ ljóši eša lausu mįli į prenti, eša žį til leiftursókna į kaffihśsum, stundum af lķtilli sanngirni. En žess veršur tępast krafist af strķšsmönnum, aš spjótalög žeirra og sveršshögg hafni jafnan žar sem skyldi.
En žaš var ekki ašeins ķ oršręšum kaffihśsanna, aš Steinn gętti ekki sanngirni um menn og mįlefni. Hann gat einnig veriš heldur hvass ķ greinum sķnum og vištölum, sem viš hann voru tekin, eins og ég hef raunar žegar fjallaš lķtillega um ķ žessum žįttum mķnum. Steinn Steinarr var nefnilega blessunarlega laus viš žann kvilla, aš vera mašur gallalaus. Eins og allir daušlegir menn, var hann mašur ljóss og skugga.
Ljósiš, sem frį honum stafar er bjart og skęrt, skuggarnir dimmir og kaldir. Žannig er žvķ oftast variš meš žį menn, sem eru mikillar fyrirferšar. Og fyrirferš Steins, ekki ašeins ķ skįlskap Ķslendinga, heldur andlegum efnum yfirleitt, er slķk, aš fram hjį honum veršur ekki gengiš. Ķ ljósi žessa er merkilegt, hversu vel yfirvöldum menntamįla, jafnt rķkis sem borgar, tekst aš skjóta sér undan žvķ, aš minnast hans į aldarafmęlinu. En ef til vill er žögn žeirra manna, sem meta lķfiš ķ žvķ einu, sem mölur og ryš fį grandaš, helsti viršingarvotturinn, sem žeir geta sżnt skįldi sem Steini Steinarr. Er hann žį vel aš žeirri viršingu kominn.
Į morgun, sunnudag, er fimmtugasta įrtķš Steins. Ķ žvķ sambandi er vert aš benda į lķkręšu Sigurbjörns Einarssonar, sķšar biskups, en hśn birtist ķ sķšara bindi ęvisögu Gylfa Gröndal um Stein. Um hana segir Gylfi réttilega: Slķk snilldarverk er ekki unnt aš stytta eša vitna til, heldur ber aš birta žau ķ heild sinni. Ķ ljósi žeirra sanninda hvet ég fólk til aš lesa lķkręšuna.
Jį vel į minnst, ęvisaga Steins eftir Gylfa Gröndal; ég hef stöku sinnum vitnaš til hennar įšur, en ekki fjallaš um hana sem slķka, hvaš sem sķšar veršur. En athyglisvert er, aš ķ raun kallar Gylfi žetta verk sitt ekki ęvisögu, heldur leit aš ęvi skįlds. Sjaldan hef ég séš ęvisöguritara sżna višfangsefni sķnu slķka viršingu.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.