Steinn Steinarr XXXVI

Eitt þeirra ljóða, sem Steinn birti ekki á bók fyrr en í „Ferð án fyrirheits, ljóð 1934 - 1954," er ljóðið „Hin mikla lest".  Það hljóðar svo:

 

Hin mikla lest,

             sem alltaf fram hjá fer,

hún flytur samt sem áður

             burt með sér,

sem fanga í luktum vagni

             vitund þína.

 

Sem fanga í luktum vagni

            burt þig ber

á bak við það, sem var

            og það sem er.

Og þögult ljós

            mun þér í augu skína

 

frá sverðsins egg,

          sem sigrar tvíeind þína.

 

Já, það er þetta með tvíeindina; hvaða kerling skyldi það nú vera?  Eins og allir aðrir hópar, smáir sem stórir, höfum við Íslendingar ríka tilhneigingu til að leggja áherslu á ímyndaða samstöðu okkar.  Þið vitið, 17. júní og allt það.  En í raun er samstaðan ekki einu sinni til í einstaklingum, hvað þá heldur hópum, að nú ekki sé talað um heilum þjóðum.  Steinn Steinarr er fyrstur íslenskara skálda, til að benda á þetta.  Þessarar tvíhyggju gætir víða í ljóðum hans; jafnvel má halda því fram, að hún sér rauði þráðurinn í verkum hans.  Ef til vill er það einmitt þess vegna, sem hann er svona dulur en um leið augljós í skáldskapnum, eins og við öll á þessari undarlegu en um leið skíru göngu okkar, frá vöggu til grafar, þar sem sverðið klýfur loks tvíeind okkar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband