29.2.2008 | 12:34
Steinn Steinarr XIII
Föđurlandsást tekur hvergi á sig bjartari mynd, en í bláma fjarlćgđarinnar. Ţannig hefđi ljóđ Jónasar, Ég biđ ađ heilsa, hvergi getađ veriđ ort, nema í Kaupmannahöfn, en á tímum skáldsins var sú borg Íslendingum útlandiđ sjálft. Ekkert ljóđ íslenskt kemst nćr ţví, ađ teljast ţjóđkvćđi, ţótt nafn skáldsins sé öllum ţekkt. Líklega vćri helst viđ hćfi, ađ kalla ţađ ţjóđarljóđ, svo djúpar eru rćtur ţess í hjörtum Íslendinga.
Rúmri öld síđar, rís Ísland úr hafi fyrir augum Stein Steinarrs, sem ţá er á heimliđ eftir dvöl sína á Mallorca. Ţađ er 26. mai áriđ 1954. Ţann dag yrkir hann ljóđ sitt, Landsýn.
Hér kveđur heldur en ekki viđ annan tón en hjá Jónasi forđum. Ástarjátningin til fósturjarđarinnar og ţjóđarinnar er ađ sönnu einlćg hjá báđum skáldunum. En međan ást listaskáldsins góđa er sveipuđ rómantískum bláma, og er eftir ţví skilyrđislaus, bćrist sú tilfinning í brjósti Steins, ađ ţrátt fyrir ástina, sem hann ber til fjallkonunnar, hafi ţau bćđi sína vankanta, skáldiđ og hún. Ţetta er ástarjátning ţrátt fyrir allt, ef svo má ađ orđi komast. Bćđi eru ţessi ljóđ ćttjarđarljóđ. En Jónas Hallgrímsson yrkir sitt ljóđ í veruleika draumsins, međan ljóđ Steins Steinarrs er ort í veruleika vökunnar. Í draumsýn Jónasar er Ísland frjáls og saklaus snót međ rauđan skúf í húfu sinni og klćdd peysu ađ hćtti sveitafólks ţess tíma. Í vöku Steins er landiđ hins vegar fullţroskuđ kona ţeirrar náttúru, ađ lítt er viđ hćfi, ađ bera sögu hennar á torg.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:20 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.