Steinn Steinarr VI

Fjarri sé mér, að gera Steini Steinarr upp hugmyndir um hamingjuna.  Sennilega hafa þau verið málkunnug, skáldið og þetta mjög svo þráða víf, sem svo margir hafa misskilið í skilningi sínum.  En einhvern veginn hefur mér jafnan þótt kvæði Steins, „Hamingjan og ég", lýsa kíminni sátt hans við lífið,  lán þess og ólán, án þess hann beinlínis tæki ofan fyrir því.

 

Hamingjan og ég

 Ég og hamingjan skildum aldrei hvort annað,

og eflaust má kenna það vestfirzkum framburði mínum,

en hún var svo dramblát og menntuð og sunnlenzk í sínum,

og sveitadreng vestan af landi var hús hennar bannað.

 

Það hæfir ei neinum að tala um töp sín og hnekki,

og til hvaða gagns myndi verða svo heimskuleg iðja?

Samt þurfti ég rétt eins og hinir mér hjálpar að biðja,

en hamingjan sneri sér frá mér og gengdi mér ekki.

 

Og loksins varð sunnlenzkan eiginleg munni mínum,

og málhreimur bernskunnar týndist í rökkur hins liðna.

Ég hélt, að við slíkt myndi þel hennar gljúpna og þiðna,

en þá var hún orðin versfirzk í framburði sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Takk fyrir að skrifa með réttri stafsetningu.

Steinn Steinarr er eitt af uppáhaldsskáldum mínum, og afburða skáldahæfileikar hans eru óvéfengjanlegir. Hægt er að segja, að hann hafi verið rödd samvizkunnar, rödd alþýðunnar.

Annað af ljóðum hans, "Don Quijote ávarpar vindmyllurnar" fann ég á þessari bloggsíðu:

http://palma.blog.is

Vendetta, 3.2.2008 kl. 19:55

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í vegarins ryki lá rauður steinn........

G B

Árni Gunnarsson, 3.2.2008 kl. 21:42

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þetta var eitt fyrsta kvæðið sem ég lærði eftir hann - ég held það hafi verið vegna síðustu hendingarinnar

María Kristjánsdóttir, 9.2.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband