Jólahugvekja

Gleðin er manninum ásköpuð. En líkt og annað í mannlegu eðli, þarfnast hún þó ræktunar. Hún sprettur ekki af sjálfri sér, heldur krefst hún moldar og vatns, eins og hver annar gróður. Moldin er maðurinn sjálfur, vatnið er hugarfar hans.

Nú er ég ekki glöggur maður í stjarnfræði. Þess vegna veit ég ekkert um það, hvort jólastjarnan hefur skinið vitringunum þremur og lýst þeim veginn að jötu jólabarnsins. Samt veit ég, að einmitt þannig var þessu háttað. Stjarnan var gleðin, sem vísaði þeim til frelsunarinnar. Og okkur hinum um leið. Þess vegna eru orðin „gleðileg jól", ekki aðeins ósk um kátínu á tilteknu tímabili ársins, heldur ósk um, að hver sá, sem fær þessa kveðju, megi njóta þeirrar gæfu, að finna gleðina í hjarta sínu og láta hana lýsa sér veginn að jötunni, þ.e.a.s. frelsuninni.

 

Gleðileg jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband