"Siðmennt", trúlaust trúarofstæki.

Það er dulítð merkilegt, að fylgjast með málflutningi „trúlausa" trúarofstækishópsins „Siðmenntar" þessa dagana.  Þessi hópur fer nú mikinn í tilefni að nýja grunnskólafrumvarpinu, og telur það mannréttindi, að kasta allri kristinfræðslu út úr skólum landsins.  Rökin eru þau, að ekki séu allir kristnir í landi hér.  Má að vísu til sanns vegar færa.  En það breytir ekki því, að yfir  90% landsmanna eru kristnir.  Ætti þá ekki allt eins að fella niður kennslu í Íslandssögu, íslenskum bókmennum, já og íslenskri tungu?  Það er jú staðreynd, að ýmsir , sem á Íslandi búa, eiga rætur sínar rekja til annarra landa og eru jafn vel fæddir þar?

Íslensk menning og kristin trú verða ekki aðskilin.  „Siðmennt" er því ekki aðeins að vega að rótum kristinnar trúar, heldur einnig að rótum íslenskrar menningar.  Auðvitað eiga þau börn, sem játa aðra trú en kristna, fullan rétt á því, að fá fræðslu um eigin trúarbrögð.  En búi þau á Íslandi, geta þau ekki haft annað en gott eitt af því, að fræðast um kristna trú.  Sú fræðsla hjálpar þeim, að kynnast grundvallaratriðum íslenskrar menningar.  Slík þekking er styrkur þeirra; ekki veikleiki.

Trúarofstæki er jafnan til skaða, hvort heldur það veður fra undir merkjum kristni, islamstrúar eða annara trúarbragða.  Trúleysisboðskapur „Siðenntar" er í raun trúarofstæki með öfugum formerkjum.

Sú afstaða menntamálaráðherra, sem fram hefur komið undan farna daga, til þessara mála, er því miður harla óljós.  Fyrst sendir ráðuneytið skólastjórum bréf, þar sem tekið er fyrir frí grunnskólabarna til ferðalaga í sambandi við fermingu, næst lýsir hún því yfir, að það sé af og frá, að girða eigi fyrir fermingarferðir grunnskólabarna. 

Afsakið, en hvað er blessuð konan eiginlega að fara?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Trúlaust trúarofstæki?

Ertu ekki farinn að elta eigið skott? Þetta hljómar eins og það sem ekki er lengur pólitískt korrekt að kalla hringavitleysu.

Baldur Fjölnisson, 1.12.2007 kl. 19:29

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki ert þú orðinn kristinn Pjetur? Síðast þegar ég vissi varstu alveg hundheiðinn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2007 kl. 19:48

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það blöskrar greinlega fleiri en mér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.12.2007 kl. 21:22

4 Smámynd: Óli Garðars

"En umræðan er góð, höfum við sem viljum óbreitt ástand ekki þagað of lengi ?", segir Hallgerður.

Er það ekki alltaf svo að mest heyrist í minnihlutanum? Í öllum málum. Svo þokast meirihlutinn steinsofandi að feigðarósi og vaknar oftast of seint við vondan draum.

Óli Garðars, 1.12.2007 kl. 21:46

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Reykelsislyktin af skurðgoðunum í Landakotskirkju er náttúrlega rosalega góð og hefur laðað margan manninn að sér.

Baldur Fjölnisson, 1.12.2007 kl. 22:01

6 identicon

Það er svo einfalt að enginn frá siðmennt hefur krafist að kristinfræðikennslu verði hætt. Ég held að það sé ekki flóknara heldur en að kíkja á heimasíðu félagsins.

Siðmennt.

Ekki er ég félagi í Siðmennt en mér blöskrar lygarnar um málflutning þeirra.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 23:07

7 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Góðar spurningar hjá þér félagi!  kv. B.

Baldur Kristjánsson, 1.12.2007 kl. 23:29

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Guðinn sem er presentraður í biblíunni hvetur til földamorða í sínu nafni og er áberandi hefnigjarn og án náungakærleika og umburðarlyndis. Rétt eins og síkópatar í æðstu stöðum í dag sem beita honum fyrir sig. Hins vegar hefur maskínan sem hefur atvinnu af þessum risavaxna svindli og fjársvikum kosið að tína til það minnst ógeðslega í boðskapnum til þess að réttlæta eigin lifibrauð. En á sama hátt gætum við auðveldlega gert td. Hitler og Stalín að fínum pappírum með því að að tína til og auglýsa það skársta í þeirra fræðum og sleppa hinu.  

Baldur Fjölnisson, 1.12.2007 kl. 23:44

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fátt leiðinlegra en fólk sem allt veit betur en aðrir og vill sífellt hafa vit fyrir öðrum. Það á jafnt við Siðmennt sem og Vinstri græna....leyfum þeim að hafa sitt sem það vilja....

Jón Ingi Cæsarsson, 1.12.2007 kl. 23:48

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Fátt er leiðinlegra en fólk sem stundar ómerkilegar smjörklípur og persónuárásir til að forðast að festa fingur á málefnum.

Baldur Fjölnisson, 2.12.2007 kl. 00:02

11 identicon

Jón ingi: Er það ekki einmitt forsjárhyggja að það sé búið að ákveða hvaða trúarbrögð skuli hafa forgang í skólakerfinu og jafnvel að einstakir söfnuðir skuli eiga greiða leið að börnunum okkar í formi sálgæslu, bænastunda o.s.frv. sem eru auðvitað ekkert annað en trúboð?

Ég sé ekki betur en að siðmennt sé einmitt að reyna að láta fólk velja fyrir sig sjálft, en ekki að það sé troðið vissum trúarskoðunum uppá aðra.

Þorsteinn Ásgrímsson (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 04:23

12 Smámynd: Svartinaggur

Í gamla daga er ég var í barnaskóla, þá byrjaði sérhver skóladagur á því að allir þurftu að fara með faðirvorið með kennaranum. Hugsum okkur að við byggjum í múslimaríki. Í barnaskólunum þar á ég von á að öll börnin þurfi að fara á skeljarnar nokkrum sinnum á dag til að tilbiðja allah. Við hefðum auðvitað það val að okkar börn færu í skóla sem rekin væri af útlendingum (þ.e. ekki múslimum) eða að okkar börn fengju að bíða frammi á gangi á meðan ósköpin standa yfir. Þetta bara sýnir okkur að trúboð eins trúfélags í opinberum skóla er alveg upplagt til að sundra fólki. Reyndar sundrar öll guðstrú fólki, en það er önnur saga.

Svartinaggur, 2.12.2007 kl. 10:53

13 Smámynd: Svartinaggur

Ragnar Örn, málið snýst um hvort eitt trúfélag eigi að fá að stunda trúboð í opinberum stofnunum (skólum). Til hvers eru þá kirkjurnar???

Svartinaggur, 2.12.2007 kl. 11:09

14 identicon

Frábær pistill hjá þér Ragnar Örn - þar sem hin kristnu gildi umburðarlindis og fyrirgefningar koma svo vel fram.    

Kiddi (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 11:19

15 identicon

Siðmenning þjóðarinnar er ávöxtur kristninnar !!!

Þannig getur siðmennt ekki kallað sig "Siðmennt"

conwoy (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 11:59

16 Smámynd: Gísli Guðmundsson

Í þessu máli held ég að menn hneykslist mest á ofstæki Siðmenntar, hvort sem menn trúa eða trúa ekki. Það er mín skoðun að menn rugli saman Kristniboðsfræðslu og Kristniboði eða trúboði. Við kennum ekki lestur nema hafa stafi, það er ekki þar með sagt að með því að kenna lestur séum við að innprenta einhvern boðskap, góðan eða slæman til barnanna okkar, við erum bara að fræða þau um hvað lestur opnar mikinn heim fyrir þeim....hvað þau svo lesa er þeirra valréttur.

Gísli Guðmundsson, 2.12.2007 kl. 12:12

17 Smámynd: Linda

Skemmtileg grein hjá þér, sérstaklega er mér hugleikinn spurningin þín allra síðast, ég hef einmitt verið að hugsa hið sama, hvað á hún við? Mig grunar að hér gæti verið pólitíkus tvímæli, um að gera að halda áfram að spyrja til að fá hreinni afstöðu.

Sá sem skrifar hér undir nafninu Óli Gneisti er ekki í siðmennt það fer hann rétt með þó er hann að fara huldu höfði, því hann er hatramur andstæðingur kristinnar trúar og skrifar mikið á á vef hinna öfgafulla vef vantrúar. hann er meðlimur í Vantrú.

Linda, 2.12.2007 kl. 12:26

18 identicon

En... Siðmennt ER EKKI að fara fram á það að kristinfræðikennslu sé hætt í grunnskólum. Það er misskilningur. Kristinfræðikennsla og trúboð er tvennt ólíkt. ÉG er ekki meðlimur í Siðmennt, en eins og Óli Gneisti þá finnst mér allt í lagi að byrja á því að hafa staðreyndirnar á hreinu og fordæmu svo félagið af þeim verkum sem þeir eiga í raun og veru. Eruði ekki með mér á því??

En... (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 12:30

19 identicon

Vá, þvílík rannsóknarvinna Linda, hvað gerðirðu til þess að upplýsa þetta leyndarmál mitt? Fórstu kannski inn á heimasíðu mína sem er tengd við kommentið og þar sem þetta kemur fram? Ætlastu til þess að ég taki fram öll þau félög sem ég á aðild að í öllum kommentum mínum? Ef ég vildi fela mig þá hefði ég getað notað netfang þar sem nafnið mitt kemur ekki fram, notað rangt nafn og sleppt því að tengja á heimasíðu mína.

En ég bíð eftir að bloggarinn leiðrétti þessa færslu sína og biðji Siðmennt afsökunnar á rangfærslunum. Annað væri nú ekki kristilegt. Eða hvað? 

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 14:03

20 Smámynd: Ingólfur

Ef allt það sem sagt er um Siðmennt væri rétt að þá væri sjálfsagt bara lítið brot þjóðarinnar sammála þeim

Staðreyndin er hins vegar að langmest af því er helber lýgi. Eina sem Siðmennt (og reyndar fjölmargir aðrir) er að fara fram á er að trúboði verði hætt í skólunum og hætt verði að brjóta gegn trúfrelsi á annan hátt.

Því held ég að meirihlutinn er sammála, en því miður eru einnig margir á móti því að trúboðinu verði hætt. 

Ingólfur, 2.12.2007 kl. 14:07

21 identicon

Trúlaust trúarofstæki segir þú. Þetta dæmir sig nú bara sjálft. Ég tel mig vera trúlausann, ég get ekki verið með trú eða trúarofstæki vegna þess að ég fyrir það fyrsta tilbið engann, þar með fellur þetta um sjálft sig hjá þér.

Sá sem er með trúarofstæki eða bara trú yfir höfuð hefur einhvern sem hann tilbiður, þú hefur þinn guð en trúlausir hafa engann til að tilbiðja og þar með geta þeir ekki verið með trúarofstæki, það er ekki um neina trú að ræða.

Það var ekki von á öðru frá þeim sem trúa því að jörðin sé bara 6000 ára gömul og að það sé maður með grátt skegg sem búi á himnum þar sem hann er einræðisherra. Það er ekki trúarofstki að gagnrýna svona vitleysu.

Valsól (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 15:08

22 Smámynd: Rúna Vala

Gísli: „Það er mín skoðun að menn rugli saman Kristniboðsfræðslu og Kristniboði eða trúboði.“

Þú viðurkennir þá að það er kristniboð í skólum?

Ragnar Örn: „Svo að lokum,ég man ekki eftir að ég né nokkur annar íslendingur hafi nokkurntíma verið spurður um hvort við viljum yfirleitt þetta svokallaða fjölmenningarþjóðfélag“

Í fyrsta lagi, færð þú upplýsingar um allt sem allir íslendingar eru spurðir og ekki spurðir um? Í öðru lagi þá ber þetta viðhorf vott um þjóðernishyggju, Ísland fyrir Íslendinga! Það er ekki mjög kristilegur hugsanaháttur, verð ég að segja. Tja, ekki nema það að maður eigi að gæta bróður síns þýði að maður á ekki að gæta annarra, og ef það er það siðgæði sem Biblían kennir, er það þá það siðgæði sem við viljum kenna börnunum okkar?

Pjetur: eru 90% landsmanna kristnir? Í könnun sem ber heitið könnun á trúarlífi Íslendinga 2004“ kemur m.a. fram að aðeins um helmingur landsmanna viðurkenni guðstrú. 82% landsmanna eru í þjóðkirkjunni, þar af telja 49% sig kristna.Vantrú gekk um bæinn á menningarnæturdag og skráði fólk úr þjóðkirkjunni sem hafði ekki „fattað“ að gera það eða að það hafði ekki haft tíma til þess. Þeir hafa aðstoðað 535 manns við að skrá sig úr þjóðkirkjunni.

Rúna Vala, 2.12.2007 kl. 18:05

23 identicon

Pjetur; og aðrir sem eruð að fara með rangfærslur um Siðmennt og starf þeirra seinustu daga, horfið á þetta:

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4366855

Ætti að koma smá ljósi á ranghugmyndir ykkar.

Hrafn Eiríksson (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 19:21

24 identicon

Pétur heldur því fram að Siðmennt fari með trúarofstæki.  Ég sé sjálfur mun meira ofstæki í þessari grein Péturs en ég hef nokkurn tíma séð hjá Siðmennt. 

En vilji Pétur trúlaust trúarofstæki þá er lítið mál að verða við því:

90% Íslendinga eru kristnir, segurðu, en það varla nokkur maður utan harðasta kjarna trúfélaganna sem trúir að Guð hafi skapað heiminn á sjö dögum og söguna um Adam og Evu - enda er sifjaspellið sem hlaut að hafa farið fram eftir það utan siðkenndar allra siðaðra manna!

Örlitlu fleiri trúa á upprisuna, heldur telur allur þorri Íslendinga að Jesús Kristur hafi verið góður maður flutti fallegan boðskap, en að sagnir um hann séu að mestu leiti ýktar, svo það sé varlega orðað.  Við skulum svo horfa framhjá þeirri staðreynd að boðskapur Jesú var búinn að vera í fullri iðkun í samfélagi í Pelestínu 100-200 ár áður en hann kom til...

Þá stendur eftir boðskapurinn, en fólk er meira að segja að velja sér hann eftir hentugleika - sem sést t.d. aðra helgi í ágúst þegar tugþúsundir manna flykkja sér í göngu niður Laugaveginn til að styðja samkynheigða í réttindabaráttu sinni þrátt fyrir boðskap biblíunnar um "að maður eigi ekki að leggjast hjá öðrum manni eins og kona sé."

Þannig að þó það sé hægt með góðum vilja að telja 90% landsmanna kristna þá ristir það ekki djúpt. 

En hvað er svona slæmt við að kenna kristinn boðskap í skólum landsins?  Tja, ef það einskorðast við umhyggjuna, umburðarlyndið, mannúðina og allt þetta sem kirkjan hefur ranglega eignað sér sem sína einkaeign.

En ef það á að kenna sköpunarsöguna, upprisuna og það allt - eins og mér var kennt í skóla þá versnar það.  Þau komast fljótt að því að það er verið að kenna þeim lygi og þá er hætt við því að það góða hverfi um leið - og það verði jafn grunnt og kristni landsmanna er í dag.

Og ef það á að kenna kristni - er þá nokkuð nema sanngjarnt að fara fram á að kenna allan pakkann?   Ekki einskorða sig við góðu gildin heldur segja líka frá hinu - konugrýtingunum og því öllu.  Og ekki sleppa hinni blóði drifnu sögu kirkjunnar sem hélt almúganum niðri með alls kyns aðferðum, flestum ekki svo fögrum.  Segið frá öllum milljónatugunum - ef ekki hundruðunum - sem hafa verið drepnar í nafni kristninnar í gegnum árin og aldinar.  Gleymið sjálfsblekkingunni um að þessi dráp séu öll í fortíðinni - það þarf ekki leita langt í tíma eða rúmi til að finna blóðug átök þar sem menn eru að takast á um hvernig á að tilbyðja þetta fyrirbæri sem fólk kallar Guð.

Það skal tekið fram að ég hef aldrei nokkurn tíma tekið þátt í starfi samtakanna Siðmennt eða Vantrúar - veit varla hvernig þau starfa.  

Steingrímur (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 20:50

25 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Pjetur, ég vil benda þér á að lesa það sem stendur í þessari grein:

Topp tíu rangfærslur um Siðmennt, trúleysi og húmanisma

...og dæma síðan!

Til upprifjunar: 

Úr Lúkasarguðsspjalli, 6. kafla, versum 27 til 38 :

En ég segi yður, er á mig hlýðið: Elskið óvini yðar, gjörið þeim gott, sem hata yður, blessið þá, sem bölva yður, og biðjið fyrir þeim, er misþyrma yður. Slái þig einhver á kinnina, skaltu og bjóða hina, og taki einhver yfirhöfn þína, skaltu ekki varna honum að taka kyrtilinn líka. Gef þú hverjum sem biður þig, og þann, sem tekur þitt frá þér, skaltu eigi krefja. Og svo sem þér viljið, að aðrir menn gjöri við yður, svo skuluð þér og þeim gjöra. Og þótt þér elskið þá, sem yður elska, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar elska þá líka, sem þá elska. Og þótt þér gjörið þeim gott, sem yður gjöra gott, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar gjöra og hið sama. Og þótt þér lánið þeim, sem þér vonið að muni borga, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar lána einnig syndurum til þess að fá allt aftur. Nei, elskið óvini yðar, og gjörið gott og lánið án þess að vænta nokkurs í staðinn, og laun yðar munu verða mikil, og þér verða börn hins hæsta, því að hann er góður við vanþakkláta og vonda. Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskunnsamur. Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða. Sakfellið eigi, og þér munuð eigi sakfelldir verða. Sýknið, og þér munuð sýknaðir verða. Gefið, og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.12.2007 kl. 23:15

26 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eitt um Kristilegt barnastarf: Kumbaravogur.

Ég ætla svo ámóti fullyrðingu um 90% að ég hugsa að það sé einmitt það hlutfall fólks, sem skrifar undir það að:

A. Að trúaðir haldi sinni trú eða hindurvitnum fyrir sig og innan sinna veggja.

B. Að Trúaðir hætti að auglýsa trú sína og troða henni ofan í óviljuga, en láti sér nægja að messa yfir þeim, sem þess æskja og frumkvæði hafa um.

C. Að Trúaðir hætti allri fjárplógstarfsemi og sníkjum.

D. Að Trúaðir hætti að hóta börnum og sakleysingjum með helvítisvist fyrir að trúa ekki gagnrýnislaust fabúlum Bókar sinnar.

E. Að trúaðir hætti að ljúga um það sem enginn getur haft hugmynd um eins og upprisu, himnaríki, helvíti etc.

F. Að Túaðir hætti afskiptum af stjórnmálum og menntamálum.

G. Að trúaðir miði heldur stærð sína við kirkjusókn í landinu og haldi sig þar við almennar Guðþjónustur en ekki hefðir á borð við giftingar og jarðarfarir.

Hættið að anda ofan í hálsmálið a öðrum en fyrir alla muni, tuldrið ofan í eigin bringu eins og þið viljið. 

Jón Steinar Ragnarsson, 3.12.2007 kl. 00:16

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég legg svo til nýtt lagalegt hugtak: Trúarlegt áreiti. Það ber að skoðast sem önnur lagaleg hugtök um áreiti.  Sérstaklega skal tekið hart á slíku áreiti gegn börnum undir lögaldri.

Einnig er Trúrarleg misnotkun fýsilegt hugtak, þegar kemur að peningaplokki af sakleysingjum, fötluðum og öldruðu fólki, eins og Sjónvarpstöðin Omega geris sig svo augljóslega seka um. 

Legg ég hreinlega til opinberrar rannsóknar á því fyrirtæki, fjár og skattamálum þess og hvort þetta fyrirtæki er kostað af óæskilegum öfgasamtökum af erlendum uppruna. Mossad kemur oft upp í hugan, þegar sumt efni er barið augum þar.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.12.2007 kl. 00:24

28 identicon

Ofstæki að vilja skólana vera skóla en ekki trúarinnrætingarstofnun.. hvað er ofstæki við það, gefðu nú góða skýringu á því.
Ef íslendingar ná ekki að tengja sig nema í gegnum trúarröfl þá getum við kvatt okkar menningu að eilífu

DoctorE (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 10:45

29 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Pjetur, ég er nú að hluta til af erlendu bergi brotin (og þú líka af Hafsteinnafninu að dæma)...gæturðu þá útskýrt fyrir mér af hverju þú tengir ...

Ætti þá ekki allt eins að fella niður kennslu í Íslandssögu, íslenskum bókmennum, já og íslenskri tungu? Það er jú staðreynd, að ýmsir , sem á Íslandi búa, eiga rætur sínar rekja til annarra landa og eru jafn vel fæddir þar?

...við boðun kristni eða kristnifræðslu í skólum?  Er ekki í anda hægriöfgaþjóðernissinna að tengja trú þjóðerni? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.12.2007 kl. 18:41

30 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Í Noregi sem hefur alla tíð verið kristið land er búið að banna það að sungið sé í skólum fyrir jólin, Heims um ból helg eru jól, og alla aðra jólasálma sem Norðmenn hafa sungið í gegnum aldirnar. Einnig er búið að banna jólaleikritið um fæðingu Jesú. Viljum við láta það sama ganga yfir Ísland?

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.12.2007 kl. 20:56

31 identicon

Guðrún, fólk mun leita til mannréttindadómstóls ef með þarf og þar mun falla dómur gegn þessu eins og gerðist með Noreg.
Völin um friðsamlega ásættanlega lausn á þessum málum liggur algerlega hjá þjóðkirkju/kristnum, ykkar er völin og hún er miklu meira en bara þetta mál þetta er í mínum huga spurning um heiður ykkar og faktískt gildis trúar ykkar í nútíma samfélagi.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 21:53

32 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Nei Guðrún þetta vil ég ekki sjá á Íslandi. Var að enda við að svæfa son minn með "bráðum koma blessuð jólin..."

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.12.2007 kl. 23:00

33 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

„Trúarofstæki með öfugum formerkjum“ Kannski, en við skulum í lengstu lög vona ekki. Við skulum vona að þarna sé ný mannúðarstefna að sýna sig og sem muni bera hagkvæma og góða ávexti- sem að endingu muni bera boðskapnum vitni. Við verðum líka að gæta okkar á að mála ekki upp of dökka mynd af þeirra lífssýn eins og gjarnan hendir þá í gagnrýni þeirra á trúarbrögðin. Við skulum vona að sífelldar hótanir um lögsókn og hömlur á boðun trúar sé undantekning frá heildarstefnunni. Húmanismi einn og sér þarf ekki að vera guðlaus og stefnan sem slík í heild er ekki varhugaverð. Guðlaus húmanismi hefur aftur á móti gagnrýnt trúarlega lífssýn harðlega. En hver er boðskapurinn hinna guðlausu húmanista? Guðlaus húmanismi hefur verið formúleraður í yfirlýsingum eða manifestóum. Fyrsta kom 1933, annað kom 1973. Hið síðara er mun ágengara hvað lífssýn varðar en hið fyrra. Segja má að í þessum yfirlýsingum kristallist yfirlýst lífssýn á ekki ósvipaðan hátt og gerist í trúarjátningunni. Í síðari játningunni (1973) er allri náð hafnað ákveðið: "No deity will save us; we must save ourselves" og: "promises of immortal salvation or fear of eternal damnation are both illusory and harmful". Þar sem enginn getur vitað neitt hlutlægt um tilvist Guðs heldur aðeins haft ákveðna trú um hann er augljóst að í fyrri setningunni kemur fram yfirlýsing um hið eilífa sem er trúartengd en þó með öfugum formerkjum. Síðara manifestóið er því með greinilegan innbyggðan veikleika sem hugsanlega verður þessum viðhorfum að falli í róti umræðunnar.  Hinir trúuðu eru ekki feimnir við að kannast við að hafa ákveðna trú þegar kemur að hinu eilífa og koma því til dyranna eins og þeir eru klæddir því þeir gera sér grein fyrir að trúnaður þeirra gagnvart yfirnáttúrulegum atriðum er ekki hlutlæg fullvissa. Guðlaus húmanismi lítur á manninn sem upphaf og mælikvarða alls en trúin lítur á Guð sem upphaf og mælikvarða alls. Þessar tvær lífsskoðanir eru því algerlega á öndverðum eiði og hljóta að kalla fram skoðanaskipti eða jafnvel samfélagslegan núning eins og við erum vitni að þessa dagana.

Þessi stefna hefur átt nokkru fylgi að fagna vestan hafs og er skiljanleg sem andhverfa allra nýju trúarhreyfinganna sem koma þaðan. Nefna má söfnuði eins og Babtista, Votta Jehóva, ýmsar útgáfur af hvítasunnuhreyfingunni, eða Mormóna. Á hinum enda litrófsins eru svo guðlausir húmanistar eða jafnvel secular rationalistar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessum flokki vegnar hér á landi og á meginlandi Evrópu á næstu árum og áratugum. Miðað við yfirlýsingar talsmanna þessara viðhorfa á bloggum og í athugasemdakerfum þá er þetta fermingarmál aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal. Framhaldið verður fróðlegt. Við skulum samt vona að þeir Íslendingar sem aðhyllast þessi naívu viðhorf muni ekki vera eða verða jafn róttækir og manifestóið frá 1973 gefur tilefni til að ætla að hægt sé að vera.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 3.12.2007 kl. 23:47

34 Smámynd: Ingólfur

Ragnar, af hverju er viðhorf húmanista eitthvað meira naívt en að trúa á refsingu guðs í næsta lífi?

Ekki það, ég tel mig ekki vera sérstakan húmanista og færi aldrei að fara eftir eitthverjum "játningum" hvort sem þær eru trúarlega eða ekki.

Ég vil að mannréttindi og trúfrelsi séu virt og að hver fái að hafa sína trú í friði. Sjálfur trúi ég bara því sem skynsemi mín segir að sé sennilegast, ekki því sem einhver maður, bók eða stefna segja að sé rétt. Og mér er nokk sama hvort aðrir trúi því sama og ég.

Ég hins vegar hafna engri trú, sumt finnst mér bara ósennilegra en annað.

Ingólfur, 4.12.2007 kl. 15:26

35 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Sæll Ingólfur.
Ég hef kannski verið óþarflega hreinskilinn í þessari athugasemd en ég verð samt að viðurkenna að mér þykir það naívt (hef ekki fundið góða þýðingu á þessu orði) að koma með fullyrðingar um hið eilífa á borð við tilvitnanirnar hér að ofan í manifesto húmanistanna en telja sig jafnframt ekki vera að fara út fyrir mörk hins veraldlega. Í tilfelli húmanistanna kemur fram trúarleg afneitun en í tilfelli hinna trúuðu trúarleg játning. Ég bara skil ekki hvernig fólk getur horft framhjá þessu. Trúað fólk, í það minnsta flest hugsandi trúað fólk gerir sér, tel ég almennt grein fyrir því hvað það er að gera þegar það játar trú með einum eða öðrum hætti, þ.e. það áttar sig á því að það er að játa trú sem ekki verður sönnuð. Ég biðst afsökunar ef ég hef móðgað trúleysingja með þessum kannski of hreinskilnu vangaveltum mínum - það er alls ekki ætlunin - þetta var hugsun sem ég hef falið með sjálfum mér um nokkurt skeið og varla þorað að sýna en hún braust bér fram á blaðið á bloggsíðu Pjeturs vinar míns. 

PS. Vil nota tækifærið og leiðrétta: 'Öndverðum eiði' hér að ofan hjá mér á víst að vera 'öndverðum meiði'- er það ekki Pjetur?

Ragnar Geir Brynjólfsson, 4.12.2007 kl. 22:50

36 Smámynd: Ingólfur

Ég vet ekki hvort nokkur hafi móðgast, allavega ekki ég.

Ég spurði bara vegna þess að ég sé lítinn mun á því að trúa á refsingar/verðlaun eftir dauðann eða að trúa á að það sé alls ekkert eftir dauðann. En kannski rétt hjá þér að það sé eitthver þversögn í því hjá þeim sem hafna trú.

Annars held ég að þetta hafi líka með pólitík og stjórnun að gera. Trúarbrögð sem hafa heilagt helgirit, eins og t.d. kristnin, verða sterkari en trúarbrögð eins og t.d. Ásatrúin, þar sem hver gat túlkað ansi mikið sjálfur.

Mig grunar að þessar "játningar" séu settar fram í því skyni að styrja þessa heimspeki.

Mín skoðun er að mér finnist ósennilegt að mér bíði himnavist eftir dauðann, þaðan af síður helvíti. Ég hafna því samt ekki fyrirfram en ég treysti allavega ekki á það. En þetta mundu teljast veik trúarbrögð þar sem ég viðurkenni í raun að ég sé ekki með nein fullkomin svör.

 P.S. Ég er með backup plan ef Guð byrjar að þylja upp öll boðorðsbrotin mín. Ég var nefnilega bara skapaður svona

Ingólfur, 4.12.2007 kl. 23:55

37 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég hef hingað til tekið upp hanskann fyrir þá lýðræðislegu kröfu trúleysingja að fá að hafa áhrif á það að börnum séu ekki innrættar hugmyndir í skólastarfi sem ganga í berhögg við þeirra hugmyndir um trúarbrögð. 

En þar sem ég er trúuð þá fer ég í baklás þegar ég sé hvaða orðbragð Jón Steinar hefur um trú mína. 

Ég var byrjuð að semja hér lengra svar til hans, en gafst upp á því, vegna það gekk svo fram af mér neikvætt orðbragðið og barnaskapurinn í málflutningi hans, að mér varð orða vant.

Lát af þessum leiða sið, því þú getur verið að særa einhvern sem á það ekki skilið. Vandaðu um fyrir þeim sem veldur og reyndu að standast freistinguna um baknag og háð í garð samferðarmanna þinna.

Með vinsemd og virðingu 

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2007 kl. 01:05

38 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

*Að börnum þeirra séu ekki innrætt o.s.frv. átti auðvitað að standa þarna

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2007 kl. 01:07

39 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...mér er létt...Pjetur Hafstein Lárusson...er draugur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.12.2007 kl. 01:27

40 Smámynd: Ingólfur

Gréta, ljótt er að heyra ef þú gefst upp á að verja kröfu okkar um að hafa skólann lausan við trúboð.

Þú átt þakkir fyrir málefnaleg innlegg í umræðuna og þó ég sé ekki sammála þér í trúmálum og gæti átt það til að reyna rökræða eitthvern þátt í trú þinni, að þá virði ég trú þína og viðurkenni að mín trú/trúleysi er ekki endilega réttari en eitthvað annað. (allt of löng setning en vonandi kemst innihaldið til skila)

Ingólfur, 5.12.2007 kl. 01:58

41 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Anna, það er nokkuð til í því hjá þér að ég sé draugur, við erum öll draugar fortíðarinnar og lík framtíðarinnar.

Viðbrögðin við þessum skrifum mínum hafa verið líflegri en ég bjóst við. Eins og vant er, er hver sinnar skoðunar þegar rætt er um trúmál. Það er að vonum. Trú manna byggist á tilfinningalegri afstöðu eins þótt hún sé mótuð af ytri gildum menningar og sögu. Trúarbragðakennsla í skólum er ekki aðeins æskileg hún er beinlínís nauðsynleg vegna þess hversu stór þáttur hún er í lífi okkar. Hitt er svo annað mál að það er ekki hlutverk skólanna að stunda trúboð. Sjálfur hef ég raunar aldrei orðið þess var að kristinfræðikennsla sé trúboð. Enda þótt ég tilheyri ekki þjóðkirkjunni hef ég ekkert á móti því að lútherskir prestar kynni starfsemi kirkju sinnar í skólunum. En það sama á vitanlega að gilda um fulltrúa annarra kirkjudeilda og trúarbragða. Það breytir ekki því að yfirstjórn kristinfræðikennslu í skólum á að vera í höndum fræðsluyfirvalda.

Atlaga sú sem undanfarin ár hefur verið gerð að kristni í landinu, hefur gjarnan komið fram í ofstæki sem minnir mig óneytanlega á trúarofstæki. Þetta er mín skoðun og tilfinning aðrir geta haft sína.

Pjetur Hafstein Lárusson, 5.12.2007 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband