Ný ljóðabók að norðan

Nýlega barst mér í hendur ljóðabók eftir ungt skáld á Akureyri, Gunnar Má Gunnarsson.  Þetta er fyrsta bók skáldsins, en áður hefur hann birt ljóð á Ljóð.is  Skimað út, kallast bókin og er gefin út af Menningarsmiðjunni populus tremula á Akureyri.

Þetta er harla góð byrjun hjá ungu skáldi og átæðulaust, að fjasa um það.  Nær að birta sýnishorn og þá nærtækt að grípa til þess ljós, sem bókin dregur heiti af.

(skimað út)

I

út frá eldhúsglugganum

rís  fjallið í sveitinni hátt

                   óklífanlegt

 

í veðurfræðilegum tengslum

við þrekvaxinn líkama afa

 

og breiðar hendur hans

sem virtust geta mölvað fjallið

í einni hendingu

 

ef þær kærðu sig um

 

---

 

en þó afi sé lagstur í rúm

stendur fjallið í sveitinni enn

                            órjúfanlegt

 

ef að einn dag

það skyldi hrynja

 

mun það svo sannarlega

mölva okkur öll.

 

II

 

jafnvel þegar ég horfi ekki lengur

á fjallið út um eldhúsgluggann

 

heldur stend á hvítum jöklinum

og horfi niður á bæinn

 

er fjallið enn jafn ósnertanlegt

 

---

 

því fjallið í sveitinni

er ekki einungis hæsti tindur

sem hægt er að sigra

 

heldur ávalt til staðar

 

til að lyfta þér hærra

 

þegar þú sjálfur

ert þess megnugur

 

Það kæmi mér ekki á óvart, þótt sá, sem hér skimar út, eigi eftir að sjá nokkuð vítt um velli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Já, það er falleg og djúp hugsun sem kemur fram í þessu ljóði.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 9.11.2007 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband